KR bikarmeistari eftir sigur á Keflavík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 13:47 Hildur Sigurðardóttir og Guðrún Arna Sigurðardóttir lyfta bikarnum á loft. Mynd/E. Stefán KR vann í dag sigur á Keflavík, 60-76, í úrslitum Subway-bikarkeppni kvenna sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag. KR byrjaði miklu betur í leiknum og komst í 20-3. En hægt og bítandi náði Keflavík að minnka muninn og jafna svo leikinn í bæði þriðja og fjórða leikhluta. En eftir að Keflavík komst í 3-0 með fyrstu körfu leiksins náði liðið aldrei að komast aftur í forystu. Það stefndi í hörkuspennandi lokakafla er KR-ingar tóku öll völd í sínar hendur á nýjan leik og skoruðu fjórtán stig í röð. Tölfræðiskýrslu leiksins má finna hér. Leikurinn var í beinni lýsingu á Vísi og má lesa hana hér að neðan. 15.42 Keflavík - KR 60-76, leik lokið KR er bikarmeistari! Keflvíkingar áttu engin svör við öflugum varnarleik KR á lokamínútum leiksins og gengu því KR-ingar á lagið og skoruðu hvert stigið á fætur öðru. Alls skoraði KR fjórtán stig í röð á síðustu mínútum leiksins sem var of stór biti fyrir Keflavík. Gangur 4. leikhluta: 48-52, 50-54, 54-54, 56-58, 56-72, 57-72, 60-76.Stigahæstar hjá KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18 (11 fráköst) Hildur Sigurðardóttir 17 (1 fráköst) Helga Einarsdóttir 16 Gruðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13 (12 fráköst) Stigahæstar hjá Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 14 (8 fráköst) Birna Valgarðsdóttir 11 (8 fráköst) Pálína Gunnlaugsdóttir 1115.34 Keflavík - KR 56-70 Þetta er ekki flókið. KR hefur skorað tólf stig í röð og er með fjórtán stiga forystu þegar þrjár mínútur eru til leiksloka. Sigurinn blasir því við Vesturbæjarliðinu.15.30 Keflavík - KR 56-64 Eftir að Keflavík jafnaði metin í stöðunni 54-54 tóku KR-ingar leikinn aftur í sínar hendur. Hildur Sigurðardóttir fór sem fyrr mikinn og dreif félaga sína áfram af mikilli hörku. KR hefur náð átta stiga forystu í leiknum á nýjan leik og getur þakkað fyrst og fremst hörkuvarnarleik fyrir það. Keflavík tók leikhlé þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir.15.25 Keflavík - KR 54-58 Hvorugt lið hefur sem fyrr ekki gefið tommu eftir í upphafi fjórða leikhluta. KR-ingar voru þó sérstaklega grimmir og héldu forystu sinni með því að hirða dýrmæt sóknarfráköst. Keflvíkingar voru sömuleiðis ekki á því að gefast upp og náði Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir að jafna metin fyrir Keflavík með góðu þriggja stiga skoti þegar tæpar átta mínútur voru eftir. En aftur náði KR að skora og enn tókst því Keflavík ekki að ná forystunni. Keflavík hefur ekki verið með yfirhöndina í leiknum síðan í stöðunni 3-0. 15.18 Keflavík - KR 48-50, 3. leikhluta lokið Keflavík átti möguleika að komast yfir í stöðunni 43-44 en KR-ingar sýndu þá loksins smá hörku í vörninni og fylgdu því á eftir með tveimur körfum í röð. Staðan því orðin 48-43, KR í vil. Keflavík svaraði með körfu og vann svo boltann aftur. Birna Valgarðsdóttir setti þá niður þrist og jafnaði leikinn en KR komst strax aftur yfir. Birna átti möguleika að jafna aftur er hún fiskaði villu á KR-inga en brenndi af báðum sínum vítum. Gangur 3. leikhluta: 36-42, 38-44, 43-44, 43-48, 48-48, 48-50.15.11 Keflavík - KR 43-44 Keflvíkingar hafa farið á kostum hér í upphafi síðari hálfleiks og skorað ellefu gegn aðeins tveimur stigum KR í þriðja leikhluta. Munurinn er því aðeins eitt stig þegar tæpar þrjár mínútur eru eftir af þriðja leikhluta.15.04 Keflavík - KR 40-44 Síðari hálfleikur hófst á sömu nótum og sá fyrri endaði á - með mikilli baráttu. Keflavík skoraði fyrstu fjögur stigin í hálfleiknum og náði svo að minnka muninn í fjögur stig. Það er því allt galopið og stefnir í hörkuspennandi síðari hálfleik.14.48 Keflavík - KR 32-42, fyrri hálfleik lokið KR hélt áfram að sækja í sig veðrið undir lok annars leikhluta undir styrkri forystu Hildar Sigurðardóttur. KR var komið í fjórtán stiga forystu, 40-26, þegar að Keflvíkingar bitu skyndilega frá sér og minnkuðu muninn í tíu stig áður en fyrri hálfleikur rann út. Munurinn er því engan veginn óyfirstíganlegur fyrir Keflvíkinga. Gangur 2. leikhluta: 17-27, 21-31, 21-36, 23-38, 26-40, 32-42.Stigahæstar hjá Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 7 Svava Ósk Stefánsdóttir 7 Birna Valgarðsdóttir 6Stigahæstar hjá KR: Hildur Sigurðardóttir 11 Helga Einarsdóttir 10 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 814.39 Keflavík - KR 21-35 Bæði lið hafa verið að spila af hörku í öðrum leikhluta. Ekki er laust við að nokkur taugaspenna sé hjá leikmönnum enda nokkuð um tæknifeila á báða bóga. Hildur Sigurðardóttir fékk að hvíla hjá KR fyrstu mínúturnar en þegar hún kom aftur inn náðu KR-ingar sér vel á strik og náðu fórtán stiga forystu í leiknum. 14.26 Keflavík - KR 17-25, 1. leikhluta lokið Keflavík hefur náð að halda í við KR-inga þessar síðustu mínútur fyrsta leikhlutans en spurningin er vitanlega hvort að þessi 20-0 sprettur sem KR tók í upphafi leiksins sé einfaldlega of mikil hindrun fyrir Keflvíkinga. Keflvíkingar hafa þó náð að minnka muninn í átta stig og vissulega er nóg eftir. KR-ingar misstu marga bolta undir lok leikhlutans og náðu Keflvíkingar þar með að koma sér betur inn í leikinn. Gangur 1. leikhluta: 3-0, 3-20, 12-20, 12-25, 17-25. 14.14 Keflavík - KR 5-20 Þvílík byrjun á þessum leik! Svava Ósk Stefánsdóttir kemur Keflavík yfir með þristi á fyrstu sekúndunum en Hildur Sigurðardóttir svarar fyrir KR með tveimur þristum í röð - allt á fyrstu mínútunni. Þá tók KR einfaldlega öll völd í leiknum og skoraði samtals 20 stig í röð. KR var allt í öllu bæði í vörn og sókn - tók nánast öll fráköst og var miklu grimmara. Keflavík komst loksins aftur á blað eftir rúman fjögurra mínútna leik.14.00 Einhver örlítil töf er á leiknum en nú er verið að leika íslenska þjóðsönginn. 13.50 Velkomin til leiks hér á Vísi þar sem við munum lýsa beint viðureign KR og Keflavíkur í úrslitum bikarkeppna. Nú eru tíu mínútur í að leikurinn hefst. Hér má lesa viðtöl sem voru tekin við Hildi Sigurðardóttur, leikmann KR, og Keflvíkinginn Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur. Hildur: Það yrði plús að ná strax í titil Ingibjörg Elva: Vinnum ef við spilum okkar leik Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
KR vann í dag sigur á Keflavík, 60-76, í úrslitum Subway-bikarkeppni kvenna sem fór fram í Laugardalshöllinni í dag. KR byrjaði miklu betur í leiknum og komst í 20-3. En hægt og bítandi náði Keflavík að minnka muninn og jafna svo leikinn í bæði þriðja og fjórða leikhluta. En eftir að Keflavík komst í 3-0 með fyrstu körfu leiksins náði liðið aldrei að komast aftur í forystu. Það stefndi í hörkuspennandi lokakafla er KR-ingar tóku öll völd í sínar hendur á nýjan leik og skoruðu fjórtán stig í röð. Tölfræðiskýrslu leiksins má finna hér. Leikurinn var í beinni lýsingu á Vísi og má lesa hana hér að neðan. 15.42 Keflavík - KR 60-76, leik lokið KR er bikarmeistari! Keflvíkingar áttu engin svör við öflugum varnarleik KR á lokamínútum leiksins og gengu því KR-ingar á lagið og skoruðu hvert stigið á fætur öðru. Alls skoraði KR fjórtán stig í röð á síðustu mínútum leiksins sem var of stór biti fyrir Keflavík. Gangur 4. leikhluta: 48-52, 50-54, 54-54, 56-58, 56-72, 57-72, 60-76.Stigahæstar hjá KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18 (11 fráköst) Hildur Sigurðardóttir 17 (1 fráköst) Helga Einarsdóttir 16 Gruðrún Gróa Þorsteinsdóttir 13 (12 fráköst) Stigahæstar hjá Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 14 (8 fráköst) Birna Valgarðsdóttir 11 (8 fráköst) Pálína Gunnlaugsdóttir 1115.34 Keflavík - KR 56-70 Þetta er ekki flókið. KR hefur skorað tólf stig í röð og er með fjórtán stiga forystu þegar þrjár mínútur eru til leiksloka. Sigurinn blasir því við Vesturbæjarliðinu.15.30 Keflavík - KR 56-64 Eftir að Keflavík jafnaði metin í stöðunni 54-54 tóku KR-ingar leikinn aftur í sínar hendur. Hildur Sigurðardóttir fór sem fyrr mikinn og dreif félaga sína áfram af mikilli hörku. KR hefur náð átta stiga forystu í leiknum á nýjan leik og getur þakkað fyrst og fremst hörkuvarnarleik fyrir það. Keflavík tók leikhlé þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir.15.25 Keflavík - KR 54-58 Hvorugt lið hefur sem fyrr ekki gefið tommu eftir í upphafi fjórða leikhluta. KR-ingar voru þó sérstaklega grimmir og héldu forystu sinni með því að hirða dýrmæt sóknarfráköst. Keflvíkingar voru sömuleiðis ekki á því að gefast upp og náði Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir að jafna metin fyrir Keflavík með góðu þriggja stiga skoti þegar tæpar átta mínútur voru eftir. En aftur náði KR að skora og enn tókst því Keflavík ekki að ná forystunni. Keflavík hefur ekki verið með yfirhöndina í leiknum síðan í stöðunni 3-0. 15.18 Keflavík - KR 48-50, 3. leikhluta lokið Keflavík átti möguleika að komast yfir í stöðunni 43-44 en KR-ingar sýndu þá loksins smá hörku í vörninni og fylgdu því á eftir með tveimur körfum í röð. Staðan því orðin 48-43, KR í vil. Keflavík svaraði með körfu og vann svo boltann aftur. Birna Valgarðsdóttir setti þá niður þrist og jafnaði leikinn en KR komst strax aftur yfir. Birna átti möguleika að jafna aftur er hún fiskaði villu á KR-inga en brenndi af báðum sínum vítum. Gangur 3. leikhluta: 36-42, 38-44, 43-44, 43-48, 48-48, 48-50.15.11 Keflavík - KR 43-44 Keflvíkingar hafa farið á kostum hér í upphafi síðari hálfleiks og skorað ellefu gegn aðeins tveimur stigum KR í þriðja leikhluta. Munurinn er því aðeins eitt stig þegar tæpar þrjár mínútur eru eftir af þriðja leikhluta.15.04 Keflavík - KR 40-44 Síðari hálfleikur hófst á sömu nótum og sá fyrri endaði á - með mikilli baráttu. Keflavík skoraði fyrstu fjögur stigin í hálfleiknum og náði svo að minnka muninn í fjögur stig. Það er því allt galopið og stefnir í hörkuspennandi síðari hálfleik.14.48 Keflavík - KR 32-42, fyrri hálfleik lokið KR hélt áfram að sækja í sig veðrið undir lok annars leikhluta undir styrkri forystu Hildar Sigurðardóttur. KR var komið í fjórtán stiga forystu, 40-26, þegar að Keflvíkingar bitu skyndilega frá sér og minnkuðu muninn í tíu stig áður en fyrri hálfleikur rann út. Munurinn er því engan veginn óyfirstíganlegur fyrir Keflvíkinga. Gangur 2. leikhluta: 17-27, 21-31, 21-36, 23-38, 26-40, 32-42.Stigahæstar hjá Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 7 Svava Ósk Stefánsdóttir 7 Birna Valgarðsdóttir 6Stigahæstar hjá KR: Hildur Sigurðardóttir 11 Helga Einarsdóttir 10 Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9 Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 814.39 Keflavík - KR 21-35 Bæði lið hafa verið að spila af hörku í öðrum leikhluta. Ekki er laust við að nokkur taugaspenna sé hjá leikmönnum enda nokkuð um tæknifeila á báða bóga. Hildur Sigurðardóttir fékk að hvíla hjá KR fyrstu mínúturnar en þegar hún kom aftur inn náðu KR-ingar sér vel á strik og náðu fórtán stiga forystu í leiknum. 14.26 Keflavík - KR 17-25, 1. leikhluta lokið Keflavík hefur náð að halda í við KR-inga þessar síðustu mínútur fyrsta leikhlutans en spurningin er vitanlega hvort að þessi 20-0 sprettur sem KR tók í upphafi leiksins sé einfaldlega of mikil hindrun fyrir Keflvíkinga. Keflvíkingar hafa þó náð að minnka muninn í átta stig og vissulega er nóg eftir. KR-ingar misstu marga bolta undir lok leikhlutans og náðu Keflvíkingar þar með að koma sér betur inn í leikinn. Gangur 1. leikhluta: 3-0, 3-20, 12-20, 12-25, 17-25. 14.14 Keflavík - KR 5-20 Þvílík byrjun á þessum leik! Svava Ósk Stefánsdóttir kemur Keflavík yfir með þristi á fyrstu sekúndunum en Hildur Sigurðardóttir svarar fyrir KR með tveimur þristum í röð - allt á fyrstu mínútunni. Þá tók KR einfaldlega öll völd í leiknum og skoraði samtals 20 stig í röð. KR var allt í öllu bæði í vörn og sókn - tók nánast öll fráköst og var miklu grimmara. Keflavík komst loksins aftur á blað eftir rúman fjögurra mínútna leik.14.00 Einhver örlítil töf er á leiknum en nú er verið að leika íslenska þjóðsönginn. 13.50 Velkomin til leiks hér á Vísi þar sem við munum lýsa beint viðureign KR og Keflavíkur í úrslitum bikarkeppna. Nú eru tíu mínútur í að leikurinn hefst. Hér má lesa viðtöl sem voru tekin við Hildi Sigurðardóttur, leikmann KR, og Keflvíkinginn Ingibjörgu Elvu Vilbergsdóttur. Hildur: Það yrði plús að ná strax í titil Ingibjörg Elva: Vinnum ef við spilum okkar leik
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum