Robinson vann troðslukeppnina - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2009 11:48 Nate Robinson treður hér yfir Dwight Howard í nótt. Nordic Photos / Getty Images Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni í körfubolta fer fram í Phoenix í kvöld en í gærkvöldi fór fram hin fræga troðslukeppni. Það var Nate Robinson, leikmaður New York, sem bar sigur úr býtum í henni og hafði hann betur gegn ríkjandi meistara, Dwight Howard hjá Orlando. Það er talsverður hæðarmunur á þessum tveimur en Robinson er ekki nema 1,75 m á hæð sem gerir sigur hans þeim mun merkilegri. Robinson fékk 52 prósent atkvæða áhorfenda sem kusu en hann vann þessa keppni einnig árið 2006. Robinson fékk leyfi hjá Howard til að stökkva yfir hann í troðslunni sinni og dugði það til að færa honum sigurinn enda er Howard 2,11 m á hæð. Robinson átti reyndar ekki von á því að Howard væri til í að gera þetta fyrir hann. „Ég spurði hann í lyftunni á föstudaginn," sagði Robinson. „Hann sagðist alveg vera til í þetta en ég hélt að han væri að grínast." „Þetta snýst bara um að skemmta sér og öðrum," sagði Howard um troðsluna. „Og hann vann mjög sanngjarnan sigur. Áhorfendur elskuðu troðsluna en við vorum að reyna að búa til flotta sýningu fyrir þá. Um það snýst stjörnuhelgin og skiptir það engu máli hver vinnur og hver tapar." Smelltu hér til að sjá myndband af umræddri troðslu. Hér má sjá samantakt af allri troðslukeppninni. Howard byrjaði reyndar mjög vel í keppninni og var fyrsta troðslan hans sérstaklega áhugaverð. Hann hljóp inn í símaklefa rétt utan vallarins, kom aftur klæddur Superman-búningi og tróð með miklum tilþrifum. Eftir keppnina var það mál manna að Robinson myndi héðan í frá ganga undir nafninu Krypto-Nate. Daequan Cook vann sigur í þriggja stiga skotkeppnina eftir harða keppni við Rashard Lewis, leikmann Orlando en Cook leikur með Miami. Þar með lauk tveggja ára sigurgöngu Jason Kapono. Þá var einnig keppt í H-O-R-S-E sem íslenskir körfuboltaunnendur þekkja betur sem A-S-N-I. Þar var það Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, sem bar sigur úr býtum í keppni við þá OJ Mayo og Joe Johnson þó svo að Durant hafi verið fyrstur til að fá fjóra stafi í keppninni. Stjörnuleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst útsending klukkan 01.15 eftir miðnætti í kvöld.Smelltu hér til að sjá samantekt af öllum keppnum gærkvölsins. NBA Mest lesið Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Fótbolti Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Körfubolti Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Körfubolti Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Fótbolti Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sjá meira
Stjörnuleikurinn í NBA-deildinni í körfubolta fer fram í Phoenix í kvöld en í gærkvöldi fór fram hin fræga troðslukeppni. Það var Nate Robinson, leikmaður New York, sem bar sigur úr býtum í henni og hafði hann betur gegn ríkjandi meistara, Dwight Howard hjá Orlando. Það er talsverður hæðarmunur á þessum tveimur en Robinson er ekki nema 1,75 m á hæð sem gerir sigur hans þeim mun merkilegri. Robinson fékk 52 prósent atkvæða áhorfenda sem kusu en hann vann þessa keppni einnig árið 2006. Robinson fékk leyfi hjá Howard til að stökkva yfir hann í troðslunni sinni og dugði það til að færa honum sigurinn enda er Howard 2,11 m á hæð. Robinson átti reyndar ekki von á því að Howard væri til í að gera þetta fyrir hann. „Ég spurði hann í lyftunni á föstudaginn," sagði Robinson. „Hann sagðist alveg vera til í þetta en ég hélt að han væri að grínast." „Þetta snýst bara um að skemmta sér og öðrum," sagði Howard um troðsluna. „Og hann vann mjög sanngjarnan sigur. Áhorfendur elskuðu troðsluna en við vorum að reyna að búa til flotta sýningu fyrir þá. Um það snýst stjörnuhelgin og skiptir það engu máli hver vinnur og hver tapar." Smelltu hér til að sjá myndband af umræddri troðslu. Hér má sjá samantakt af allri troðslukeppninni. Howard byrjaði reyndar mjög vel í keppninni og var fyrsta troðslan hans sérstaklega áhugaverð. Hann hljóp inn í símaklefa rétt utan vallarins, kom aftur klæddur Superman-búningi og tróð með miklum tilþrifum. Eftir keppnina var það mál manna að Robinson myndi héðan í frá ganga undir nafninu Krypto-Nate. Daequan Cook vann sigur í þriggja stiga skotkeppnina eftir harða keppni við Rashard Lewis, leikmann Orlando en Cook leikur með Miami. Þar með lauk tveggja ára sigurgöngu Jason Kapono. Þá var einnig keppt í H-O-R-S-E sem íslenskir körfuboltaunnendur þekkja betur sem A-S-N-I. Þar var það Kevin Durant, leikmaður Oklahoma City, sem bar sigur úr býtum í keppni við þá OJ Mayo og Joe Johnson þó svo að Durant hafi verið fyrstur til að fá fjóra stafi í keppninni. Stjörnuleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sporti og hefst útsending klukkan 01.15 eftir miðnætti í kvöld.Smelltu hér til að sjá samantekt af öllum keppnum gærkvölsins.
NBA Mest lesið Í beinni: Chiefs - Eagles | Barist um Ofurskálina í New Orleans Sport Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Enski boltinn Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Enski boltinn Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Fótbolti Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Körfubolti Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Körfubolti Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Fótbolti Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Enski boltinn Randy Moss brast í grát eftir kveðjur frá Brady og Belichick Sport Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Körfubolti Fleiri fréttir Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit GAZ-leikur kvöldsins: Síðasti séns Hauka á atlögu að björgun? Agravanis bræður ætla með Íslandsmeistaratitilinn í Síkið Jimmy Butler endaði hjá Golden State Durant vill ekki fara til Golden State Sonur Jordans handtekinn með kókaín Lebron segir komu Doncic súrealíska: „Verða mörg augu á okkur“ Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Sjá meira