Lyfjanotkun beint í ódýrari lyf - milljarður sparast 15. febrúar 2009 17:06 Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur gefið út reglugerð sem hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar sjúklinga. Lögð er áhersla á að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf. Ögmundur telur að lyfjakostnaður allra barnafjölskyldna muni lækka. Aðgerðir hans gera ráð fyrir að lyfjaútgjöld sjúkratrygginga lækki um milljarð miðað við heilt ár. Breytt neyslumynstur sparar hálfan milljarð Með því að breyta neyslumynstri algengra lyfja á að spara 450 til 550 milljónir króna á ársgrundvelli. Lyfin eru magalyf og blóðfitulækkandi lyf. Báðir lyfjaflokkarnir eru mikið notaðir á Íslandi og hafa aukið lífsgæði sjúklinga verulega, en heilsuhagsfræðilega þykir ekki verjandi að nota dýrustu lyfin, nema í undantekningatilvikum. Bara með því að nota ódýrustu lyfin næst fram hundruð milljóna króna sparnaður bæði fyrir ríkið og viðkomandi sjúklinga.Lyfjakostnaður barna lækkaður Í reglugerðinni sem nú tekur gildi er lyfjakostnaður allra barna lækkaður með því að börn, eða foreldrarnir sem greiða fyrir lyf þeirra, greiða nú sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar greiða fyrir lyfin, en almennt gjald vegna lyfja fyrir börn var áður það sama og hjá fullorðnum. Þessi breyting kostar ríkið um 80 milljónir á ári.Lyfjakostnaður atvinnulausra lækkar einnig Íþriðja lagi hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að setja í reglugerðina ákvæði um, að einstaklingar á fullum atvinnuleysisbótum greiði hér eftir sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar og mun lyfjakostnaður þeirra lækka með sama hætti og lyfjakostnaður barna. Á þessu stigi er ekki hægt að áætla kostnað vegna þessarar aðgerðar þar sem ekkert er vitað um atvinnuleysi í lok ársins. Heilbrigðisráðuneytið mun fylgjast grannt með þróun mála hvað þetta varðar, og breyta, eða endurskoða, þennan þátt reglugerðarinnar, ef í ljós kemur að breytingin hefur ekki tilætluð áhrif.Skipting kostnaðar breytist Í fjórða lagi felur reglugerðin í sér að þök og gólf, eða reiknireglur, sem ákvarða hvernig lyfjaverði skiptist milli sjúklings og almannatrygginga breytist, en greiðsluþökin hafa ekki breyst frá 1. janúar 2001, en frá þeim tíma hefur vísitalan hækkað um 60%.Breytingin á að þökunum og gólfinu dregur úr lyfjakostnaðaraukningu sjúkratrygginga um 400 milljónir króna.Heildsöluverð og smásöluálagningu lækkað Í fimmta lagi hefur lyfjagreiðslunefnd lækkað heildsöluverð og smásöluálagningu. Þessi aðgerð skilar um 610 milljónum króna á ársgrundvelli.Hámarksafgreiðslureglan afnumin Í sjötta lagi er komið til móts við þá sem nota þunglyndislyf, veiru- og mígrenilyf. Þetta er gert með því að afnema svokallað hámarksafgreiðslureglu, sem þýðir að sjúklingar geta nú fengið ávísað lyfjum til lengri tíma með tilheyrandi minni kostnaði. Viðbótarútgjöldin sem af þessu hljótast eru 110 til 140 milljónir króna. Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur gefið út reglugerð sem hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar sjúklinga. Lögð er áhersla á að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf. Ögmundur telur að lyfjakostnaður allra barnafjölskyldna muni lækka. Aðgerðir hans gera ráð fyrir að lyfjaútgjöld sjúkratrygginga lækki um milljarð miðað við heilt ár. Breytt neyslumynstur sparar hálfan milljarð Með því að breyta neyslumynstri algengra lyfja á að spara 450 til 550 milljónir króna á ársgrundvelli. Lyfin eru magalyf og blóðfitulækkandi lyf. Báðir lyfjaflokkarnir eru mikið notaðir á Íslandi og hafa aukið lífsgæði sjúklinga verulega, en heilsuhagsfræðilega þykir ekki verjandi að nota dýrustu lyfin, nema í undantekningatilvikum. Bara með því að nota ódýrustu lyfin næst fram hundruð milljóna króna sparnaður bæði fyrir ríkið og viðkomandi sjúklinga.Lyfjakostnaður barna lækkaður Í reglugerðinni sem nú tekur gildi er lyfjakostnaður allra barna lækkaður með því að börn, eða foreldrarnir sem greiða fyrir lyf þeirra, greiða nú sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar greiða fyrir lyfin, en almennt gjald vegna lyfja fyrir börn var áður það sama og hjá fullorðnum. Þessi breyting kostar ríkið um 80 milljónir á ári.Lyfjakostnaður atvinnulausra lækkar einnig Íþriðja lagi hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að setja í reglugerðina ákvæði um, að einstaklingar á fullum atvinnuleysisbótum greiði hér eftir sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar og mun lyfjakostnaður þeirra lækka með sama hætti og lyfjakostnaður barna. Á þessu stigi er ekki hægt að áætla kostnað vegna þessarar aðgerðar þar sem ekkert er vitað um atvinnuleysi í lok ársins. Heilbrigðisráðuneytið mun fylgjast grannt með þróun mála hvað þetta varðar, og breyta, eða endurskoða, þennan þátt reglugerðarinnar, ef í ljós kemur að breytingin hefur ekki tilætluð áhrif.Skipting kostnaðar breytist Í fjórða lagi felur reglugerðin í sér að þök og gólf, eða reiknireglur, sem ákvarða hvernig lyfjaverði skiptist milli sjúklings og almannatrygginga breytist, en greiðsluþökin hafa ekki breyst frá 1. janúar 2001, en frá þeim tíma hefur vísitalan hækkað um 60%.Breytingin á að þökunum og gólfinu dregur úr lyfjakostnaðaraukningu sjúkratrygginga um 400 milljónir króna.Heildsöluverð og smásöluálagningu lækkað Í fimmta lagi hefur lyfjagreiðslunefnd lækkað heildsöluverð og smásöluálagningu. Þessi aðgerð skilar um 610 milljónum króna á ársgrundvelli.Hámarksafgreiðslureglan afnumin Í sjötta lagi er komið til móts við þá sem nota þunglyndislyf, veiru- og mígrenilyf. Þetta er gert með því að afnema svokallað hámarksafgreiðslureglu, sem þýðir að sjúklingar geta nú fengið ávísað lyfjum til lengri tíma með tilheyrandi minni kostnaði. Viðbótarútgjöldin sem af þessu hljótast eru 110 til 140 milljónir króna.
Mest lesið Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent