Lyfjanotkun beint í ódýrari lyf - milljarður sparast 15. febrúar 2009 17:06 Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur gefið út reglugerð sem hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar sjúklinga. Lögð er áhersla á að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf. Ögmundur telur að lyfjakostnaður allra barnafjölskyldna muni lækka. Aðgerðir hans gera ráð fyrir að lyfjaútgjöld sjúkratrygginga lækki um milljarð miðað við heilt ár. Breytt neyslumynstur sparar hálfan milljarð Með því að breyta neyslumynstri algengra lyfja á að spara 450 til 550 milljónir króna á ársgrundvelli. Lyfin eru magalyf og blóðfitulækkandi lyf. Báðir lyfjaflokkarnir eru mikið notaðir á Íslandi og hafa aukið lífsgæði sjúklinga verulega, en heilsuhagsfræðilega þykir ekki verjandi að nota dýrustu lyfin, nema í undantekningatilvikum. Bara með því að nota ódýrustu lyfin næst fram hundruð milljóna króna sparnaður bæði fyrir ríkið og viðkomandi sjúklinga.Lyfjakostnaður barna lækkaður Í reglugerðinni sem nú tekur gildi er lyfjakostnaður allra barna lækkaður með því að börn, eða foreldrarnir sem greiða fyrir lyf þeirra, greiða nú sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar greiða fyrir lyfin, en almennt gjald vegna lyfja fyrir börn var áður það sama og hjá fullorðnum. Þessi breyting kostar ríkið um 80 milljónir á ári.Lyfjakostnaður atvinnulausra lækkar einnig Íþriðja lagi hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að setja í reglugerðina ákvæði um, að einstaklingar á fullum atvinnuleysisbótum greiði hér eftir sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar og mun lyfjakostnaður þeirra lækka með sama hætti og lyfjakostnaður barna. Á þessu stigi er ekki hægt að áætla kostnað vegna þessarar aðgerðar þar sem ekkert er vitað um atvinnuleysi í lok ársins. Heilbrigðisráðuneytið mun fylgjast grannt með þróun mála hvað þetta varðar, og breyta, eða endurskoða, þennan þátt reglugerðarinnar, ef í ljós kemur að breytingin hefur ekki tilætluð áhrif.Skipting kostnaðar breytist Í fjórða lagi felur reglugerðin í sér að þök og gólf, eða reiknireglur, sem ákvarða hvernig lyfjaverði skiptist milli sjúklings og almannatrygginga breytist, en greiðsluþökin hafa ekki breyst frá 1. janúar 2001, en frá þeim tíma hefur vísitalan hækkað um 60%.Breytingin á að þökunum og gólfinu dregur úr lyfjakostnaðaraukningu sjúkratrygginga um 400 milljónir króna.Heildsöluverð og smásöluálagningu lækkað Í fimmta lagi hefur lyfjagreiðslunefnd lækkað heildsöluverð og smásöluálagningu. Þessi aðgerð skilar um 610 milljónum króna á ársgrundvelli.Hámarksafgreiðslureglan afnumin Í sjötta lagi er komið til móts við þá sem nota þunglyndislyf, veiru- og mígrenilyf. Þetta er gert með því að afnema svokallað hámarksafgreiðslureglu, sem þýðir að sjúklingar geta nú fengið ávísað lyfjum til lengri tíma með tilheyrandi minni kostnaði. Viðbótarútgjöldin sem af þessu hljótast eru 110 til 140 milljónir króna. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur gefið út reglugerð sem hefur í för með sér umtalsverðar breytingar á niðurgreiðslum vegna lyfjakostnaðar sjúklinga. Lögð er áhersla á að beina lyfjanotkun í ódýrari lyf. Ögmundur telur að lyfjakostnaður allra barnafjölskyldna muni lækka. Aðgerðir hans gera ráð fyrir að lyfjaútgjöld sjúkratrygginga lækki um milljarð miðað við heilt ár. Breytt neyslumynstur sparar hálfan milljarð Með því að breyta neyslumynstri algengra lyfja á að spara 450 til 550 milljónir króna á ársgrundvelli. Lyfin eru magalyf og blóðfitulækkandi lyf. Báðir lyfjaflokkarnir eru mikið notaðir á Íslandi og hafa aukið lífsgæði sjúklinga verulega, en heilsuhagsfræðilega þykir ekki verjandi að nota dýrustu lyfin, nema í undantekningatilvikum. Bara með því að nota ódýrustu lyfin næst fram hundruð milljóna króna sparnaður bæði fyrir ríkið og viðkomandi sjúklinga.Lyfjakostnaður barna lækkaður Í reglugerðinni sem nú tekur gildi er lyfjakostnaður allra barna lækkaður með því að börn, eða foreldrarnir sem greiða fyrir lyf þeirra, greiða nú sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar greiða fyrir lyfin, en almennt gjald vegna lyfja fyrir börn var áður það sama og hjá fullorðnum. Þessi breyting kostar ríkið um 80 milljónir á ári.Lyfjakostnaður atvinnulausra lækkar einnig Íþriðja lagi hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að setja í reglugerðina ákvæði um, að einstaklingar á fullum atvinnuleysisbótum greiði hér eftir sama gjald og elli- og örorkulífeyrisþegar og mun lyfjakostnaður þeirra lækka með sama hætti og lyfjakostnaður barna. Á þessu stigi er ekki hægt að áætla kostnað vegna þessarar aðgerðar þar sem ekkert er vitað um atvinnuleysi í lok ársins. Heilbrigðisráðuneytið mun fylgjast grannt með þróun mála hvað þetta varðar, og breyta, eða endurskoða, þennan þátt reglugerðarinnar, ef í ljós kemur að breytingin hefur ekki tilætluð áhrif.Skipting kostnaðar breytist Í fjórða lagi felur reglugerðin í sér að þök og gólf, eða reiknireglur, sem ákvarða hvernig lyfjaverði skiptist milli sjúklings og almannatrygginga breytist, en greiðsluþökin hafa ekki breyst frá 1. janúar 2001, en frá þeim tíma hefur vísitalan hækkað um 60%.Breytingin á að þökunum og gólfinu dregur úr lyfjakostnaðaraukningu sjúkratrygginga um 400 milljónir króna.Heildsöluverð og smásöluálagningu lækkað Í fimmta lagi hefur lyfjagreiðslunefnd lækkað heildsöluverð og smásöluálagningu. Þessi aðgerð skilar um 610 milljónum króna á ársgrundvelli.Hámarksafgreiðslureglan afnumin Í sjötta lagi er komið til móts við þá sem nota þunglyndislyf, veiru- og mígrenilyf. Þetta er gert með því að afnema svokallað hámarksafgreiðslureglu, sem þýðir að sjúklingar geta nú fengið ávísað lyfjum til lengri tíma með tilheyrandi minni kostnaði. Viðbótarútgjöldin sem af þessu hljótast eru 110 til 140 milljónir króna.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira