Íslenski boltinn

Alltof margir á leik í Kórnum í gær?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var þétt setið í Kórnum í gær ef marka má upplýsingar um leikinn á ksi.is.
Það var þétt setið í Kórnum í gær ef marka má upplýsingar um leikinn á ksi.is. Mynd/GettyImages

Berserkir og KV gerðu 3-3 jafntefli í B-deild Lengjubikars karla í gær fyrir framan 2500 manns ef marka má leikskýrslu leiksins sem er komin inn á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Það athyglisverðasta við þessa áhorfendatölu, fyrir utan þennan gríðarleg áhuga á B-deildleik klukkan 20.30 að kvöldi, er að Kórinn tekur aðeins 2000 manns í sæti og samkvæmt þessu voru því alltof margir í húsinu á þessum leik.

Leikskýrslan hefur ekki verið staðfest af KSÍ og það má búast við að hér sé um einhvern húmor að ræða hjá þeim sem skráði leikinn inn. Áhugasamir geta skoðað leikskýrsluna hér.

KV komst í 3-0 í fyrri hálfleik þar sem Magnús Bernharð Gíslason skoraði tvö mörk og Sigurður Pétur Magnússon eitt en þeir Pétur Mikael Guðmundsson, Andri Tómas Gunnarsson og Einar Guðnason tryggðu Berserkjum jafntefli með þremur mörkum í seinni hálfleik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×