Fótbolti

Bulluþyrlan tekin í notkun

Thorsten Kanand heldur hér á nýjasta vopninu í baráttunni gegn fótboltabullum
Thorsten Kanand heldur hér á nýjasta vopninu í baráttunni gegn fótboltabullum AFP

Lögreglan í Sachsen í austurhluta Þýskalands hefur ákveðið að nýta sér nýjustu tækni í baráttunni við fótboltabullur.

Mikið hefur verið um ólæti á knattspyrnuleikjum í landshlutanum á undanförnum misserum og því hefur verið tekin upp ný tækni til að koma auga á ólátabelgi og standa þá að verki.

"Bulluþyrlan" er lítil og fjarstýrð þyrla með áfastri myndavél sem notuð er til að taka myndir af áhorfendum á leikjum.

Tækið verður einna helst notað í Dresden og Leipzig, en knattspyrnuvellir í þessum borgum hafa stundum logað í óeirðum.

Á myndinni má sjá Thorsten Kanand sem er markaðsstjóri fyrirtækisins sem hannaði Bulluþyrluna, eða Hoolikopter eins og heimamenn kalla hana.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×