Enski boltinn

Rooney orðaður við Southampton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Rooney í leik með Macclesfield.
John Rooney í leik með Macclesfield. Nordic Photos / Getty Images

Eitt þekktasta nafnið í boltanum í dag er nú orðað við enska C-deildarliðið Southampton. Hér er þó átt við John Rooney, bróðir Wayne Rooney hjá Manchester United.

Rooney hefur átt frábæru gengi að fagna með D-deilarliðinu Macclesfield á tímabilinu en félagið mun reiðubúið að selja hann fyrir hálfa milljón punda.

Rooney er 19 ára gamall og ólst upp hjá Everton, rétt eins og bróðir hans. Hann gekk svo til liðs við Macclesfield í fyrra og hefur skorað þrjú mörk í 28 leikjum með félaginu.

John getur bæði spilað á miðjunni sem og í sókninni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×