Viðskipti erlent

eBay selur Skype til fjárfestingasjóða

eBay er nú að selja netsímaþjónustu sína Skype til nokkurra fjárfestingarsjóða. Samkvæmt frétt um málið í The New York Times mun söluverðið nema um 2 milljörðum dollara eða um 250 milljörðum kr.

eBay viðurkenndi í apríl s.l. að áætlanir þess um Skype hefðu ekki gengið eftir og að kaupin á sínum tíma hefðu verið mistök. eBay ætlaði að nota Skype til að efla kjarnastarfsemi sína sem uppboðsvefur á netinu.

eBay keypti Skype fyrir 4 milljarða dollara fyrir fjórum árum síðan og hafa kaupin verið umtöluð sem versta fjárfesting síðasta áratugar í tölvuheiminum.

Að sögn New York Times eru það m.a. fjárfestingarsjóðirnir Andreessen Horowitz, Index Ventures og Silver Lake Partners sem standa saman að kaupunum á Skype. Fylgir sögunni að Andreessen Horowitz sé í eigu Marc Andreessen sem var annar stofnanda Netscape.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×