Lífið

Ásdís Rán spurð út í Playboy-myndatökur

Ásdís Rán.
Ásdís Rán.

Ornella Thelmudóttir sagði í viðtali við tímaritið Séð og heyrt að Playboy hefur óskað eftir að taka myndir af henni.

Vísir hafði samband við Ásdísi Rán til að kanna hvernig ferlið fyrir ungar stúlkur, eins og Ornellu, sem eru beðnar um að sitja fyrir léttklæddar hjá Playboy gengur fyrir sig út frá hennar eigin reynslu.

„Ef þú ert óþekkt er þér boðið að koma í prufutöku þar sem þú þarft að sitja fyrir nakin. Þetta er oft tekið af sjálfstæðum ljósmyndurum sem eru að reyna að koma stelpum að í Playboy," segir Ásdís.

„Eftir að myndirnar eru tilbúnar eru þær sendar fyrir stóra nefnd hjá Playboy og aðeins örfáar sem fá „já" og þeir taka yfirleitt bara inn stelpur frá Bandaríkjunum, nema þær séu stjörnur."

„Nú veit ég ekki hvort þessi stelpa er búin að ganga í gegnum allt þetta ferli og komin með alvöru tilboð frá Playboy en ef það er rétt þá segi ég bara að hún eigi að sjálfsögðu að gera þetta ef henni líður vel með ákvörðunina og ef hún er viss um að þetta sé það sem hún vill gera," segir Ásdís.

„Ég sjálf hef aldrei verið viss," segir Ásdís að lokum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.