Lífið

Rangar aðsóknartölur á bíólista

sáttasemjari Snæbjörn í Smáís vinnur að því að ná sátt um vinsældalista bíóhúsanna. Fréttablaðið/anton
sáttasemjari Snæbjörn í Smáís vinnur að því að ná sátt um vinsældalista bíóhúsanna. Fréttablaðið/anton

„Það kom upp atvik sem benti til að um rangar tölur væri að ræða," segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdastjóri Smáís, Samtaka myndrétthafa á Íslandi.

Vikulegur listi yfir mest sóttu kvikmyndir landsins var ekki sendur út frá Smáís í byrjun vikunnar. Ástæðan er sú að átt hafði verið við tölurnar, samkvæmt niðurstöðum endurskoðunarskýrslu á helgaraðsókn nokkurra mynda. Er þetta kallað samningsbrot í tilkynningu frá Smáís.

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins beinast spjótin að Sambíóunum í málinu, en Snæbjörn staðfestir það ekki þrátt fyrir að þau hafi sent sérlista frá sér í gær. Hann segir möguleika á að um mistök sé að ræða og að slíkt kalli á endurskoðun á ferli sem tryggir að upplýsingarnar séu réttar.

„Nú greinir menn á innan samtakanna um hvernig ferlið á að vera og það náðist því miður ekki sátt í því áður en listinn var gerður," segir Snæbjörn.

Í Morgunblaðinu í gær kom fram að engin yfirlýsing yrði gefin út fyrr en forstjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækisins kæmu til landsins. Forsvarsmenn Sambíóanna svöruðu ekki óskum Fréttablaðsins um viðtal í gær. - afb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.