VG auglýsa eftir meðmælendum á netinu 27. mars 2009 12:14 Frá landsfundi VG um seinustu helgi. Vinstri grænir auglýsa eftir meðmælendum með framboðslistum á vefsíðu sinni. Langt sé í land og lítill tími til stefnu. Vinstri græn njóta mikils stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum þessa dagana. Mælast stundum næst stærsti flokkurinn og yfir 25 prósenta fylgi. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis þarf tiltekinn fjöldi fólks að mæla með framboðslista. Fjöldi meðmælenda er fundinn út eftir því hversu margir þingmenn eru í kjördæmi. Það þurfa til að mynda að lágmarki þrjú hundruð manns að mæla með lista í kjördæmi með tíu þingmönnum. Vinstri grænir auglýsa eftir meðmælendum á vefsíðu sinni. Þar segir: „Eigi Vinstri græn að bjóða fram til Alþingis í vor þarf að safna nokkur hundruð undirskriftum í hverju kjördæmi. Enn er þó nokkuð langt í land og lítill tími til stefnu." Síðan er skorað á alla sem vettlingi geta valdið að fá samstarfsfólk, vini og vandamenn til að skrifa undir og skila. Undirskriftir vanti í öll kjördæmi nema reykjavík norður, sérstaklega vanti margar undirskriftir í suðurkjördæmi og norðvesturkjördæmi. Einn umsjónarmaður meðmælendalistanna sagði við fréttastofu að sér þætti þetta aðallega vera eitthvert stress hjá sínu fólki. Finnur Dellsén, miðlægur kosningastjóri vinstri grænna, segir að listarnir séu teknir alvarlega, ekkert stress sé á ferð, meðmælin séu komin að mestu í flestum kjördæmum. Kosningar 2009 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Vinstri grænir auglýsa eftir meðmælendum með framboðslistum á vefsíðu sinni. Langt sé í land og lítill tími til stefnu. Vinstri græn njóta mikils stuðnings samkvæmt skoðanakönnunum þessa dagana. Mælast stundum næst stærsti flokkurinn og yfir 25 prósenta fylgi. Samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis þarf tiltekinn fjöldi fólks að mæla með framboðslista. Fjöldi meðmælenda er fundinn út eftir því hversu margir þingmenn eru í kjördæmi. Það þurfa til að mynda að lágmarki þrjú hundruð manns að mæla með lista í kjördæmi með tíu þingmönnum. Vinstri grænir auglýsa eftir meðmælendum á vefsíðu sinni. Þar segir: „Eigi Vinstri græn að bjóða fram til Alþingis í vor þarf að safna nokkur hundruð undirskriftum í hverju kjördæmi. Enn er þó nokkuð langt í land og lítill tími til stefnu." Síðan er skorað á alla sem vettlingi geta valdið að fá samstarfsfólk, vini og vandamenn til að skrifa undir og skila. Undirskriftir vanti í öll kjördæmi nema reykjavík norður, sérstaklega vanti margar undirskriftir í suðurkjördæmi og norðvesturkjördæmi. Einn umsjónarmaður meðmælendalistanna sagði við fréttastofu að sér þætti þetta aðallega vera eitthvert stress hjá sínu fólki. Finnur Dellsén, miðlægur kosningastjóri vinstri grænna, segir að listarnir séu teknir alvarlega, ekkert stress sé á ferð, meðmælin séu komin að mestu í flestum kjördæmum.
Kosningar 2009 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira