Innlent

Hengdi sig eftir tap Arsenal

ronaldo
Portúgalinn skoraði tvö af mörkum Manchester United í leiknum.
ronaldo Portúgalinn skoraði tvö af mörkum Manchester United í leiknum.

Suleiman Alphonso Omondi, 29 ára Keníumaður og aðdáandi enska knattpyrnuliðsins Arsenal, framdi sjálfsmorð eftir leik liðsins gegn Manchester United í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fyrrakvöld. Arsenal tapaði leiknum og féll úr keppni.

Lögregla í Keníu staðfesti að Omondi hefði verið klæddur Arsenal-treyju þegar hann fannst látinn á heimili sínu nokkrum klukkustundum eftir leikslok. Talið er að hann hafi hengt sig.

„Við horfðum á leikinn á Bamba 70-barnum, og þegar Arsenal tapaði gekk Suleiman grátandi út,“ sagði Calvin Otieno, vinur hins látna.

Frá þessu var greint hjá fréttastofu Sky.

- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×