Viðskipti erlent

Danskir lífeyrissjóður rýrnuðu um 14% í fyrra

Eignir danskra lífeyrissjóða rýrnuðu um 14% í fyrra en þrátt fyrir þetta tap eru forráðamenn sjóðanna nokkuð brattir og benda á að þetta sé mun betri útkoma en í flestum löndum Evrópu.

Í dönskum fjölmiðlum er bent á að meðaltap lífeyrissjóða innan OECD-landanna hafi verið 23% í fyrra. Alls hafi eignir lífeyrissjóða innan OECD rýrnað um 667.000 milljarða kr. á árinu 2008. Og í fleiri löndum rambi lífeyrissjóðir nú á barmi gjaldþrots.

Lars Rohde forstjóri ATP segir í samtali við börsen.dk að tap lífeyrissjóðanna fái bankatapið til að líta út eins og smáaura.

„Það er mikil hætta á að ríkisstjórnir þurfi að snúa sér að því að bjarga lífeyrissjóðum þegar þær eru búnar að bjarga bankakerfinu," segir Rohde.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×