Næstsíðasta umferð fór fram í Pepsi-deild kvenna í kvöld og eftir kvöldið er ljóst að ÍR-ingar féllu úr deildinni með Keflvíkingum.
ÍR hlaut ellefu stig og er sex stigum á eftir Aftureldingu/Fjölni þegar ein umferð er eftir. ÍR tapaði fyrir Breiðabliki á heimavelli í kvöld, 4-0.
Keflavík var fallið fyrir leiki kvöldsins en liðið er enn án stiga í deildinni. Liðið tapaði fyrir Val í kvöld, 10-0, og Valsmenn tryggðu sér fyrir vikið Íslandsmeistaratitilinn.
Úrslit kvöldsins:
Stjarnan - Fylkir 3-1
Valur - Keflavík 10-0
GRV - KR -
Þór/KA - Afturelding/Fjölnir 5-1
ÍR - Breiðablik 0-4