Enski boltinn

Aðgerð Cudicini heppnaðist vel

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Aðgerð markvarðarins Carlo Cudicini heppnaðist vel en hann lenti í alvarlegu mótorhjólaslysi í síðustu viku.

Aðgerðin var gerð á föstudag og gekk það vel að Cudicini verður fljótlega útskrifaður af spítalanum.

Markvörðurinn ku vera kátur eftir atvikum en hann mun þurfa að styðjast við hækjur næstu tólf vikurnar.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×