Sérfræðingar gáttaðir á álmarkaðinum Gunnar Örn Jónsson skrifar 16. júní 2009 15:00 Sérfræðingar eru gáttaðir á þeirri stöðu sem nú er á álmarkaðinum. Heimsbirgðir aukast stöðugt og eru komnar í sögulegt hámark en verð á áli heldur áfram að hækka. Heimsbirgðir af áli fóru í sögulegt hámark í síðustu viku. Þrátt fyrir það hefur álverð haldið áfram að hækka og hefur það hækkað um 30% síðan í febrúar. „Ástandið er í raun fáránlegt", segir sérfræðingur hjá Royal bank of Scotland í Lundúnum. Sérfræðingum á mörkuðum þykir með ólíkindum að álverð sé enn á uppleið. Verð á tonni af áli undir lok síðustu viku var um 1,700 Bandaríkajdollarar sem er hæsta verð á áli í fimm mánuði. Það er þó töluvert lægra verð en í júlí á síðasta ári þegar álverð náði sögulegu hámarki er verð á tonni fór í 3,380 Bandaríkjadollara. Sérfræðingar telja að birgðir muni nema um 5 milljónum tonna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Nú eru birgðirnar um 4,3 milljónir tonna en árið 2005 námu álbirgðir í heiminum minna en einni milljón tonna. Ál er gríðarlega mikilvægt fyrir hagkerfi heimsins. Það er mikið notað til framleiðslu í byggingariðnaði og er meðal annars lykilhráefni í framleiðslu flugvéla, bíla og lesta. Þessi framleiðslusvið hafa komið sérstaklega illa út úr alheimskreppunni þar sem eftirspurn eftir vörum á ofangreindum sviðum hefur dregist verulega saman. Telja sérfræðingar mjög ólíklegt að eftirspurn eftir áli aukist það mikið, á næstu mánuðum og árum, að birgðirnar klárist. Styður hættan á minnkandi framleiðslu enn frekar við álverð á mörkuðum. Stærstu álframleiðendur heims hafa dregið verulega úr framleiðslu sinni og telja sérfræðingar að heimsframleiðsla á áli dragist saman um 5% á þessu ári sem er mesta lækkun álframleiðslu í 27 ár eða síðan 1982. Heildarútflutingur áls nam rétt rúmum 761 þúsund tonnum hér á landi og var ál helsta útflutningsvara landsins árið 2008. Hér á landi nam útflutningur alls 466,9 milljörðum króna og nam útflutningur áls rétt rúmum 182 milljörðum eða 39% af heildarútflutningi landsins. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Sérfræðingar eru gáttaðir á þeirri stöðu sem nú er á álmarkaðinum. Heimsbirgðir aukast stöðugt og eru komnar í sögulegt hámark en verð á áli heldur áfram að hækka. Heimsbirgðir af áli fóru í sögulegt hámark í síðustu viku. Þrátt fyrir það hefur álverð haldið áfram að hækka og hefur það hækkað um 30% síðan í febrúar. „Ástandið er í raun fáránlegt", segir sérfræðingur hjá Royal bank of Scotland í Lundúnum. Sérfræðingum á mörkuðum þykir með ólíkindum að álverð sé enn á uppleið. Verð á tonni af áli undir lok síðustu viku var um 1,700 Bandaríkajdollarar sem er hæsta verð á áli í fimm mánuði. Það er þó töluvert lægra verð en í júlí á síðasta ári þegar álverð náði sögulegu hámarki er verð á tonni fór í 3,380 Bandaríkjadollara. Sérfræðingar telja að birgðir muni nema um 5 milljónum tonna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Nú eru birgðirnar um 4,3 milljónir tonna en árið 2005 námu álbirgðir í heiminum minna en einni milljón tonna. Ál er gríðarlega mikilvægt fyrir hagkerfi heimsins. Það er mikið notað til framleiðslu í byggingariðnaði og er meðal annars lykilhráefni í framleiðslu flugvéla, bíla og lesta. Þessi framleiðslusvið hafa komið sérstaklega illa út úr alheimskreppunni þar sem eftirspurn eftir vörum á ofangreindum sviðum hefur dregist verulega saman. Telja sérfræðingar mjög ólíklegt að eftirspurn eftir áli aukist það mikið, á næstu mánuðum og árum, að birgðirnar klárist. Styður hættan á minnkandi framleiðslu enn frekar við álverð á mörkuðum. Stærstu álframleiðendur heims hafa dregið verulega úr framleiðslu sinni og telja sérfræðingar að heimsframleiðsla á áli dragist saman um 5% á þessu ári sem er mesta lækkun álframleiðslu í 27 ár eða síðan 1982. Heildarútflutingur áls nam rétt rúmum 761 þúsund tonnum hér á landi og var ál helsta útflutningsvara landsins árið 2008. Hér á landi nam útflutningur alls 466,9 milljörðum króna og nam útflutningur áls rétt rúmum 182 milljörðum eða 39% af heildarútflutningi landsins.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira