Erlent

Tóku stóra heróínverksmiðju talibana

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Breskur hermaður við störf í Afganistan.
Breskur hermaður við störf í Afganistan. MYND/Telegraph

Breskir hermenn í Afganistan hafa lagt hald á 100 kíló af heróini og fimm og hálft tonn af ópíumpasta sem hefði smásöluverðmæti að jafnvirði 13 milljarða króna eftir að þeir réðust til inngöngu í stóra heróínverksmiðju talibana í Sangin-dalnum sunnarlega í landinu. Einnig fundust vopn á staðnum. Til bardaga kom milli hermannanna og talibana og fékk einn Bretanna skot í handlegg en fjöldi talibana lá í valnum. Heróínsala er ein af helstu fjáröflunarleiðum talibana og kaupa þeir vopn og vistir fyrir andvirði sölunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×