Lífið

Barneignir á næsta ári

Fergie er nú á tónleikaferðalagi með Black Eyed Peas og segist sakna eiginmanns síns, en þau ætla að stofna fjölskyldu þegar ferðalaginu lýkur.
Fergie er nú á tónleikaferðalagi með Black Eyed Peas og segist sakna eiginmanns síns, en þau ætla að stofna fjölskyldu þegar ferðalaginu lýkur.

Fergie segist vilja eignast barn á næsta ári. Söngkonan, sem er 34 ára, giftist Transformers-leikaranum Josh Duhamel í janúar og í viðtali við breska tímaritið Cosmopolitan segir hún þau hjón ætla að reyna að eignast barn um leið og tónleikaferðalagi hljómsveitar hennar, Black Eyed Peas, lýkur í apríl á næsta ári.

„Ég vil ljúka þessu tónleikaferðalagi áður en ég stofna fjölskyldu. Við munum aldrei upplifa þetta aftur í lífi okkar svo við þurfum að njóta þess í botn,“ segir Fergie. Hún viðurkennir þó að hún sakni eiginmannsins á tónleikaferðalaginu. „Þetta er búið að vera yndislegt ár, en ég sakna Josh núna. Það er mánuður síðan við sáumst síðast, en við heyrumst í síma daglega. Það hjálpar til að hann er líka í sýningarbransanum,“ segir hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.