Viðskipti erlent

Nissan með nýjan rafbíl á viðráðanlegu verði

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Rafbíllinn Leaf
Rafbíllinn Leaf Mynd/AP
Japanski bílaframleiðandinn Nissan hefur nú svipt hulunni af fyrsta rafbílnum sem framleiddur er undir merkjum fyrirtækisins.

Nissan stefnir að því að verða fyrsta fyrirtækið til að fjöldaframleiða slíka fararskjóta.

Bíllinn kallast Leaf og fer í almenna söu í Japan, Bandaríkjunum og Evrópu á næsta ári.

Forstjórinn Carlos Ghosn sagði ekki fyrir um verð bílsins, en sagði að það yrði mjög samkeppnishæft og bíllinn höfði til breiðs markhóps.

„Mánaðarlegur kostnaður rafhlöðu og rafmagns verður minni en kostnaður eldsneytis," segir Carlos.

Nissan hefur ekki verið jafnframarlega og aðrir japanskir bílaframleiðendur í svokölluðum tvinnbílum, sem bæði ganga fyrir bensíni og rafmagni, en einbeita sér þeim mun meira að hreinræktuðum rafbílum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×