Viðskipti erlent

Rannsaka ásakanir um peningaþvætti

Þeir sem rannsaka bankahrunið skoða nú á nýjan leik hvort ásakanir um að íslensku bankarnir hafi tengst peningaþvætti eigi við rök að styðjast. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Times.

Þar segir að skjöl sem tengist ásökunum hafi verið send á milli yfirvalda í Danmörku, á Íslandi og Serious Fraud Office í Bretlandi í síðustu viku. Í greininni segir að umfangsmikil rannsókn á íslensku bönkunum leiði í ljós óvenjulegar lánveitingar íslensku bankanna til áberandi athafnamanna í viðskiptaheiminum. Þá segir að Kaupþing hafi áður harðneitað ásökunum um að bankinn tengdist peningaþvætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×