Lífið

Pönkari hrekktur með Eurovision

Eiga þessir séns í Eurovision? Hvanndalsbræður. Rögnvaldur lengst til hægri.
Eiga þessir séns í Eurovision? Hvanndalsbræður. Rögnvaldur lengst til hægri.

„Mér hefði aldrei dottið í hug að senda lag í Eurovision. Allavega ekki þetta lag. Einhvern veginn slapp það í gegn,“ segir Rögnvaldur „gáfaði“ Rögnvaldsson, sem hætti að spila með Hvanndalsbræðrum í vor. Sumarliði, félagi hans úr bandinu, sendi lag Rögnvalds, „Gleði og glens“, í keppnina og það var eitt af þeim fimmtán sem voru valin til að keppa á næsta ári. „Hann hefur ákveðið að hrekkja gamla pönkarann með því að senda þetta inn,“ segir Rögnvaldur. „Ég ákvað svo bara að klára brandarann. Hvanndalsbræður flytja lagið og ætli ég syngi ekki bakraddir eða eitthvað. Það er svo sem allt í lagi að prófa þetta.“

Rögnvaldur segir lagið alls ekki hans besta lag. „Nei, fjarri lagi! Þetta er síðasta lagið sem ég samdi fyrir Hvanndalsbræður og ég varð að hætta í hljómsveitinni eftir það.“

Svo furðulega vill til að Hvanndalsbræður hafa slegið í gegn eftir að Rögnvaldur hætti. Hafa átt tvö topplög og eru spilaðir á öllum útvarpsstöðvum. Rögnvaldur er þó viðloðandi bandið og kemur stundum með til að selja inn á böll.

En er ekki gamla pönkaranum léttir í því að annar gamall pönkari, sjálfur Bubbi Morthens, semur lag í keppninni í ár? „Jú, vissulega. Það er eins og nú sé tíminn í Eurovision þegar þeir sem komu í bransann upp úr 1980 koma sterkir inn. Bubbi var náttúrlega algjört goð á sínum tíma, þó ekki væri fyrir annað en að bjarga manni frá Brunaliðinu.“- drg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.