Enski boltinn

Cook: Robinho er ekki á förum frá City í janúar

Ómar Þorgeirsson skrifar
Robinho.
Robinho. Nordic photos/AFP

Stjórnarformaðurinn Garry Cook hjá Manchester City hefur tekið undir orð knattspyrnustjórans Mark Hughes og harðneitað því að Brasilíumaðurinn Robinho sé á förum frá félaginu þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar.

Cook segir að ekkert sé til í sögusögnunum og veltir fyrir sér hvaða fólk þetta sé sem þykist vera umboðsmenn eða talsmenn Robinho.

„Það stendur ekki til að hitta forráðamenn Barcelona útaf Robinho þar sem leikmaðurinn er ekki á förum frá Manchester City. Ég veit ekki hvaða fólk þetta er sem þykist vera að tala fyrir Robinho en við tölum einungis við föður hans sem Robinho sjálfur hefur sagt að sé eini umboðsmaður sinn.

En til þess að koma þessu endanlega á hreint þá stendur ekki til að Robinho yfirgefi herbúðir City eins og ég og Mark höfum verið að reyna að koma á framfæri," er haft eftir Cook í breskum fjölmiðlum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×