Innlent

Samfylkingin fékk 36 milljónir frá 15 fyrirtækjum

Samfylkingin fékk fimm milljónir króna í styrk frá Kaupþingi árið 2006. Þetta er hæsti styrkurinn sem greiddur var flokknum á því ári. Baugur Group greiddi þrjár milljónir króna í sjóði Samfylkingarinnar samkvæmt tilkynningu sem framkvæmdastjórinn sendi fjölmiðlum rétt í þessu. Heildarupphæð styrkja frá fyrirtækjum sem gáfu 500 þúsund eða meira nam 36 milljónum króna.





Eftirtalin fyrirtæki gáfu Samfylkingunni meira en 500 þúsund:

Actavis hf 3.000.000

Baugur Group hf 3.000.000

Eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga 1.000.000

Eimskipafélag Íslands 1.000.000

Exista ehf 3.000.000

Eykt ehf 1.000.000

FL Group hf 3.000.000

Glitnir 3.500.000

Kaupþing 5.000.000

Ker hf. 3.000.000

Landsbanki Íslands 4.000.000

Milestone 1.500.000

Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis 1.000.000

Straumur Burðarás fjárfestingabanki 1.500.000

Teymi ehf 1.500.000

Yfirlitið nær til Samfylkingarinnar sem landsflokks. Einstök félög og kjördæmisráð eru með sjálfstæðan fjárhag. Upplýsingum um fjárhag þeirra var ekki safnað saman miðlægt fyrr en með nýjum lögum árið 2007. Í tilkynningu frá Samfylkingunni kemur fram að verið sé að safna upplýsingum frá þessum aðilum og verða þær upplýsingar birtar um leið og þær liggja fyrir.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×