Annar bankastjórinn tók ákvörðun um styrkveitingu Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. apríl 2009 21:30 Bjarni Benediktsson segir að annar bankastjóri Landsbankans hafi tekið ákvörðun um að veita Sjálfstæðisflokknum styrk að upphæð 25 milljónir króna. Mynd/ Pjetur. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir. Bjarni vildi ekki segja hvor bankastjórinn hefði tekið ákvörðun um styrkveitingu Landsbankans við Sjálfstæðisflokkinn. Bankastjórarnir voru tveir á þessum tíma, þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Styrkirnir voru til umræðu á þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum í dag, en auk þess var rætt um kosningabaráttuna framundan, þingstörf og framkvæmdastjóraskipti sem fóru fram í dag. Varðandi umræðuna um styrkveitinguna segir Bjarni að hafa verði í huga að um sé að ræða atburði sem hafi átt sér stað fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins, hafi stigið fram og sagst hafa tekið þá ákvörðun að veita styrkjunum viðtöku. Það sem skipti mestu máli sé að þeirri spurningu hafi verið svarað. Þá segir Bjarni að það liggi fyrir að styrkirnir hefðu ekki verið veittir Sjálfstæðisflokknum nema vegna þess að æðstu stjórnendur fyrirtækjanna hafi samþykkt að veita þá. Þeir verði sjálfir að svara þeirri spurningu á hvaða forsendu það hafi verið gert. „Hvað stendur út af í málinu. Jú, það er rætt um það hverjir hafi komið við sögu. Ég hef verið að nota minn tíma, að stórum hluta til síðustu daga, til að fá heildarsýn á það, eins og ég get í þeirri aðstöðu sem ég er í í dag. Og mér finnst engin ástæða til að halda einhverju til hliðar í því. Þvert á móti held ég að nauðsynlegt sé að það sé allt upp á borðum. Þegar það skýrist er ég reiðubúinn til að tjá mig um það. En ég er ennþá í þeirri vinnu," segir Bjarni. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Halldóri J. Kristjánssyni né Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, í dag. Kosningar 2009 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira
„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir. Bjarni vildi ekki segja hvor bankastjórinn hefði tekið ákvörðun um styrkveitingu Landsbankans við Sjálfstæðisflokkinn. Bankastjórarnir voru tveir á þessum tíma, þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Styrkirnir voru til umræðu á þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum í dag, en auk þess var rætt um kosningabaráttuna framundan, þingstörf og framkvæmdastjóraskipti sem fóru fram í dag. Varðandi umræðuna um styrkveitinguna segir Bjarni að hafa verði í huga að um sé að ræða atburði sem hafi átt sér stað fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins, hafi stigið fram og sagst hafa tekið þá ákvörðun að veita styrkjunum viðtöku. Það sem skipti mestu máli sé að þeirri spurningu hafi verið svarað. Þá segir Bjarni að það liggi fyrir að styrkirnir hefðu ekki verið veittir Sjálfstæðisflokknum nema vegna þess að æðstu stjórnendur fyrirtækjanna hafi samþykkt að veita þá. Þeir verði sjálfir að svara þeirri spurningu á hvaða forsendu það hafi verið gert. „Hvað stendur út af í málinu. Jú, það er rætt um það hverjir hafi komið við sögu. Ég hef verið að nota minn tíma, að stórum hluta til síðustu daga, til að fá heildarsýn á það, eins og ég get í þeirri aðstöðu sem ég er í í dag. Og mér finnst engin ástæða til að halda einhverju til hliðar í því. Þvert á móti held ég að nauðsynlegt sé að það sé allt upp á borðum. Þegar það skýrist er ég reiðubúinn til að tjá mig um það. En ég er ennþá í þeirri vinnu," segir Bjarni. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Halldóri J. Kristjánssyni né Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, í dag.
Kosningar 2009 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sjá meira