Fótbolti

Brasilía ekki með pláss fyrir Amauri

Elvar Geir Magnússon skrifar

Carlos Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, hefur valið leikmannahóp sinn sem mætir Ítalíu þann 10. febrúar í vináttulandsleik. Hann ákvað að velja ekki sóknarmanninn Amauri hjá Juventus í hópinn.

Amauri hefur enn ekki leikið fyrir landslið Brasilíu. Hann fær bráðlega ítalskan ríkisborgararétt og á því möguleika á að spila fyrir ítalska landsliðið í framtíðinni.

Amauri er fæddur í Brasilíu en hefur lengi búið á Ítalíu og er giftur ítalskri konu. Marcello Lippi, þjálfari Ítalíu, hafði gefið það út að hann væri að skoða möguleikann á því að Amauri leiki fyrir ítalska landsliðið.

Dunga hafði tækifæri á að binda Amauri brasilíska liðinu með því að velja hann í hóp sinn en hann ákvað að gera það ekki. Hér að neðan má sjá landsliðshóp Brasilíu fyrir leikinn gegn Ítalíu en þar er Ronaldinho meðal annars kominn úr kuldanum.

Markverðir: Julio Cesar (Inter), Doni (Roma)

Varnarmenn: Maicon (Inter), Daniel Alves (Barcelona), Adriano (Sevilla), Lucio (Bayern Munich), Juan (Roma), Thiago Silva (Milan), Luisao (Benfica), Marcelo (Real Madrid)

Miðjumenn: Gilberto Silva (Panathinaikos), Josue (Wolfsburg), Anderson (Manchester United), Felipe Melo (Fiorentina), Elano (Manchester City), Julio Baptista (Roma), Kaka (Milan), Ronaldinho (Milan)

Sóknarmenn: Robinho (Manchester City), Pato (Milan), Luis Fabiano (Sevilla), Adriano (Inter)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×