Viðskipti erlent

Bandaríska myntsláttan uppiskroppa með gullmynt

Óseðjandi eftirspurn eftir gulli undanfarnar vikur og mánuði hefur gert það að verkum að bandaríska myntsláttan U.S. Mint er orðin uppskroppa með gullmyntina American Eagle. Mynt þessi er ein hin vinsælasta á markaðinum en hún vegur eina únsu.

Í frétt um málið í Jyllands Posten segir að það sem af er þessum mánuði hefur U.S. Mint selt 124.000 únsur af gullmyntum en það er nokkuð meira en þær 115.500 únsur sem myntsláttan seldi í október og september samanlögðum. U.S. Mint segir að American Eagle verði aftur komin í sölu í næsta mánuði.

Heimsmarkaðsverð á gulli hefur rokið upp í ár og náði um tíma 1.200 dollurum fyrir únsuna fyrr í þessari viku. Fréttirnar um fjárhagserfiðleikana í Dubai höfðu svo þau áhrif að gengi dollarans styrktist töluvert og þar með gaf gullverðið eftir. Í morgun var gullverðið komið í 1.160 dollara fyrir únsuna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×