Körfubolti

Fannar: Ætlum að vera með í þessu

Elvar Geir Magnússon skrifar

„Þetta var rosagott. Það er mikill munur á því að vinna og tapa," sagði Fannar Helgason, fyrirliði Stjörnunnar, eftir góðan sigur Garðbæinga á Njarðvíkingum í kvöld.

Eftir tvo tapleiki í röð tókst Stjörnunni að leggja Njarðvík sem var eina ósigraða lið Iceland Express-deildarinnar. „Það er mikilvægt að hafa náð að vinna toppliðið og sýna að við ætlum að vera með í þessu," sagði Fannar. „Njarðvík er með hörkulið og maður þarf að eiga toppleik til að vinna þá."

Fannar átti góðan leik í kvöld, sérstaklega í fyrri hálfleiknum, en hann segist þó ekki vera enn kominn í sitt besta stand eftir meiðsli.

„Ég er svona 80% en skotin voru að detta í kvöld. Það sem við ætluðum okkur gekk að mestu upp, við vorum klaufar á köflum en bættum það upp með góðri baráttu. Maður fann það strax í upphitun að menn ætluðu sér stóra hluti."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×