Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2025 21:00 Jiselle Thomas fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni en mistókst. vísir/anton Haukar sóttu 80-82 sigur á Hlíðarenda í öðrum leik undanúrslitanna gegn Val. Heimakonur leiddu leikinn nánast allan tímann en köstuðu frá sér sigrinum undir lokin, Jiselle Thomas mistókst svo að jafna á vítalínunni á lokasekúndunum. Haukar verða með sópinn á lofti í næsta leik liðanna á laugardaginn. Valskonur byrjuðu leikinn vel og virtust vera búnar að finna lausnir við pressuvörninni, en Haukar aðlöguðu sig fljótt og fóru aftur að gera þeim lífið leitt. Valur var skrefinu á undan í fyrri hálfleik eftir fína byrjun og náði að viðhalda forystunni, aðallega þökk sé góðri þriggja stiga nýtingu. Haukarnir voru hins vegar aldrei langt undan, jöfnuðu leikinn rétt fyrir hálfleik, byrjuðu síðan seinni hálfleik á góðu áhlaupi og tóku fimm stiga forystu. Jamil Abiad, þjálfari Vals, bað strax um leikhlé til að koma sínu liði aftur á beinu brautina. Sem gekk eftir, Valur átti gott áhlaup og endaði síðan þriðja leikhlutann á þriggja stiga skotum sem gáfu þeim fimm stiga forystu fyrir fjórða leikhlutann. Í fjórða leikhluta héldu Valskonur áfram að spila fína vörn, setja flott þriggja stiga skot og rífa niður sóknarfráköst, eins og þær höfðu gert allan leikinn. Þær héldu sér fyrir framan Haukana alveg þar til á lokasekúndum leiksins. Köstuðu sigrinum frá sér Þá átti sér stað skelfileg atburðarás fyrir Val, tapaður bolti og náðu svo ekki varnarfrákasti. Haukakonan Þóra Kristín fékk boltann og henti erfiðu þriggja stiga skoti ofan í til að taka forystuna á ný eftir að hafa verið undir allan fjórða leikhlutann. Vont vítaklúður Með rétt rúmar tvær sekúndur á klukkunni náði Valur að koma boltanum á Jiselle Thomas, sem fór upp í skot en Rósa Björk braut á henni. Jiselle fór því á vítalínuna, með leikinn undir. Tvö skot og tveggja stiga munur, en hún klikkaði á báðum skotum og Haukar sluppu með tveggja stiga sigur. Staðan er því 2-0 í einvíginu og Haukar verða með sópinn á lofti í næsta leik liðanna á Ásvöllum Stjörnur og skúrkar Ekki erfitt skúrkval, Jiselle Thomas fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni en klikkaði úr báðum skotum. Seinna klikkið reyndar viljandi til að reyna að bjarga jafntefli. Slakur leikur líka heilt yfir hjá henni, léleg skotnýting og margir tapaðir boltar. Þóra Kristín stjarna leiksins eftir að hafa sett niður þriggja stiga skot til að vinna hann. Annars ekki endilega hennar besta frammistaða, líkt og margar í Haukaliðinu. Í raun ótrúlegt að þær hafi unnið þennan leik. Dómarar Bjarki Þór, Jón Þór og Bjarni Rúnar mynduðu tríó kvöldsins. Vel haldið utan um hlutina. Duglegir að dæma á Haukana sem spiluðu grimma hápressuvörn. Eitthvað um örlítil mistök, eins og þegar Dagbjört fór óvart á vítalínuna í stað Jiselle, en ekkert stórvægilegt sem hafði áhrif á úrslit leiksins. Viðtöl Berast á Vísi innan skamms. Bónus-deild kvenna Valur Haukar
Haukar sóttu 80-82 sigur á Hlíðarenda í öðrum leik undanúrslitanna gegn Val. Heimakonur leiddu leikinn nánast allan tímann en köstuðu frá sér sigrinum undir lokin, Jiselle Thomas mistókst svo að jafna á vítalínunni á lokasekúndunum. Haukar verða með sópinn á lofti í næsta leik liðanna á laugardaginn. Valskonur byrjuðu leikinn vel og virtust vera búnar að finna lausnir við pressuvörninni, en Haukar aðlöguðu sig fljótt og fóru aftur að gera þeim lífið leitt. Valur var skrefinu á undan í fyrri hálfleik eftir fína byrjun og náði að viðhalda forystunni, aðallega þökk sé góðri þriggja stiga nýtingu. Haukarnir voru hins vegar aldrei langt undan, jöfnuðu leikinn rétt fyrir hálfleik, byrjuðu síðan seinni hálfleik á góðu áhlaupi og tóku fimm stiga forystu. Jamil Abiad, þjálfari Vals, bað strax um leikhlé til að koma sínu liði aftur á beinu brautina. Sem gekk eftir, Valur átti gott áhlaup og endaði síðan þriðja leikhlutann á þriggja stiga skotum sem gáfu þeim fimm stiga forystu fyrir fjórða leikhlutann. Í fjórða leikhluta héldu Valskonur áfram að spila fína vörn, setja flott þriggja stiga skot og rífa niður sóknarfráköst, eins og þær höfðu gert allan leikinn. Þær héldu sér fyrir framan Haukana alveg þar til á lokasekúndum leiksins. Köstuðu sigrinum frá sér Þá átti sér stað skelfileg atburðarás fyrir Val, tapaður bolti og náðu svo ekki varnarfrákasti. Haukakonan Þóra Kristín fékk boltann og henti erfiðu þriggja stiga skoti ofan í til að taka forystuna á ný eftir að hafa verið undir allan fjórða leikhlutann. Vont vítaklúður Með rétt rúmar tvær sekúndur á klukkunni náði Valur að koma boltanum á Jiselle Thomas, sem fór upp í skot en Rósa Björk braut á henni. Jiselle fór því á vítalínuna, með leikinn undir. Tvö skot og tveggja stiga munur, en hún klikkaði á báðum skotum og Haukar sluppu með tveggja stiga sigur. Staðan er því 2-0 í einvíginu og Haukar verða með sópinn á lofti í næsta leik liðanna á Ásvöllum Stjörnur og skúrkar Ekki erfitt skúrkval, Jiselle Thomas fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni en klikkaði úr báðum skotum. Seinna klikkið reyndar viljandi til að reyna að bjarga jafntefli. Slakur leikur líka heilt yfir hjá henni, léleg skotnýting og margir tapaðir boltar. Þóra Kristín stjarna leiksins eftir að hafa sett niður þriggja stiga skot til að vinna hann. Annars ekki endilega hennar besta frammistaða, líkt og margar í Haukaliðinu. Í raun ótrúlegt að þær hafi unnið þennan leik. Dómarar Bjarki Þór, Jón Þór og Bjarni Rúnar mynduðu tríó kvöldsins. Vel haldið utan um hlutina. Duglegir að dæma á Haukana sem spiluðu grimma hápressuvörn. Eitthvað um örlítil mistök, eins og þegar Dagbjört fór óvart á vítalínuna í stað Jiselle, en ekkert stórvægilegt sem hafði áhrif á úrslit leiksins. Viðtöl Berast á Vísi innan skamms.