Innlent

Áframhaldandi gæsluvarðhald í dularfulla fíkniefnamálinu

Karl á þrítugsaldri, Gunnar Viðar Árnason, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 17. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Hann er grunaður um aðild að innflutningi fíkniefna og peningaþvætti en málið teygir anga sína til Hollands. Tveir aðrir karlar, Ársæll Snorrason og Sigurður Hilmar Ólason, sátu í gæsluvarðhaldi í tengslum við rannsókn lögreglu á sama máli.

Ársæll hefur nú hafið afplánun vegna annarra mála en Sigurður er laus úr haldi.

Lögmaður Sigurðar gagnrýndi dómstóla fyrir að taka undir kröfu lögreglunnar um lenginu gæsluvarðhalds yfir Sigurði en að sögn Brynjars eru sakarefni óljós og meðal annars hvílir enn gríðarleg leynd yfir því hversu mikið magn af fíkniefnum um ræðir eða hve mikið fjármagn á að hafa farið um hendur Sigurðar og þá hvernig.


Tengdar fréttir

Sigurður og félagar í gæsluvarðuhaldi til 1. júlí

Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 1. júlí að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir sem um ræðir heita Sigurður Ólason, Ársæll Snorrason og Gunnar Viðar Árnason.

Þrír dæmdir dópsmyglarar handteknir í gær

Fíkniefnalögreglan handtók í gær þrjá þekkta dópsmyglara í tengslum við rannsókn á gríðarlega umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hinir handteknu eru Sigurður Ólason, Rúnar Ben Maitsland og Ársæll Snorrason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×