Menntaskólinn í Reykjavík bar sigurorð af Verzlunarskóla Íslands í hinni árlegu keppni MR-ví. Um daginn voru haldnar nokkrar keppnir eins og kappát, boðhlaup, reipitog, öskurkeppni og fleira. Þar leiddu Verslingar með einu stigi en það var ekkert sem stöðvaði MR um kvöldið. Við mættum dýrvitlaus upp í bláa sal í Versló þar sem ræðukeppni á milli skólanna átti að fara fram.
Umræðuefnið í keppninni var Ísland verður betra eftir kreppuna og mældi VÍ með en MR á móti. Ræðulið Menntskælinga skipuðu; Finnbogi Fannar Jónasson, liðstjóri, Ólafur Hrafn Steinarsson, frummælandi, Brynjólfur Gauti Jónsson, meðmælandi og Jóhann Páll Jóhannsson stuðningsmaður. Allir ræðumennirnir í MR stóðu sig allir frábærlega og það var deilt um í dómarahléinu hver af þeim yrði valinn ræðumaður dagsins. Það kom þó annað í ljós þar sem frummælandi VÍ, Eva Fanney, var valin ræðukona kvöldsins. Þrátt fyrir að eiga ekki ræðumann kvöldsins þá sigruðum við Verzlunarskólann með 40 stiga mun.
Framtíðin vill þakka öllum stuðningsmönnum sem mættu og studdu við liðið og vill einnig óska ræðuliðinu og Alberti Guðmundssyni sem og þjálfurum liðsins til hamingju með þennan frábæra sigur, þið eruð vel að honum komnir.
Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MR fyrir Skólalífið á Vísi.
Lífið