Menntaskólar

Fréttamynd

Górillubattl í FB

Í kvöld kepptu Fjölbrautaskólinn í Breiðholti og Kvennaskólinn í 8 liða úrslitum í Morfís. Keppnin fór fram í sal FB og var góð mæting frá báðum skólum. Umræðuefnið var framtíðin en Kvennó mælti með og FB á móti.

Lífið
Fréttamynd

Déjà Vu frumsýnt á fimmtudag

Í ár hefur Leikfélagið Verðandi ákveðið að setja á laggirnar frumsamið leikrit Bjarna Snæbjörnssonar en hann er jafnframt leikstjóri sýningarinnar. Þegar haft var samband við Bjarna sagði hann að leiksýningin í ár væri stórkostlegt sjónarspil sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Lífið
Fréttamynd

Fjölmennt á forvarnarfræðslu í FB

Nemendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti fjölmenntu á forvarnarfyrirlestur sem haldinn var í skólanum í gærdag. Fræðslan sem um ræðir ,,Hættu áður en þú byrjar” er í umsjá Magnúsar Stefánssonar hjá Samhjálp og voru nemendur mjög áhugasamir.

Lífið
Fréttamynd

Herranótt: Vika í frumsýningu LoveStar

Nú er vika í frumsýningu Herranætur, en verk þessa árs ber heitið LoveStar. Sagan er eftir Andra Snæ Magnason og leikstjóri, og jafnframt höfundur leikgerðar er Bergur Þór Ingólfsson.

Lífið
Fréttamynd

Rymja aldrei verið eins flott!

Rymja, söngkeppni Kvennaskólans í Reykjavík fór fram á föstudaginn síðasta í Íslensku Óperunni. Frábær skemmtun í alla staði og flottasta Rymja í sögu Kvennaskólans er búin að líta dagsins ljós.

Lífið
Fréttamynd

Bubbi í kvos MA

Einn af ástkærustu tónlistarmönnum Íslands hélt óvænta tónleika í Kvos MA nú í morgun nemendum til mikillar ánægju. Þetta er partur af tónlistarferð hans um landið sem gengur undir nafninu Rætur.

Lífið
Fréttamynd

MS kominn i undanúrslit: Hefur ekki gerst siðan 1989

Menntaskólinn við Sund hefur kannski ekki komið séð og sigrað MORFÍS undanfarin ár en það er að breytast þetta árið. Lið Menntaskólans við Sund samanstendur af þeim Lilju Björk Stefánsdóttur frummælanda, Þórdísi Jensdóttur meðmælanda, Atla Hjaltesteð stuðningsmanni og Antoni Birki Sigfússyni liðstjóra.

Lífið
Fréttamynd

Þúsund manns á Hljóðnemanum

Það var sannkölluð hátíðarstemmning þegar Hljóðneminn, söngkeppni NFS, var haldinn í 24. skiptið. Keppnin var haldin á sal skólans og stigu 16 atriði á svið.

Lífið
Fréttamynd

Mótmæli í FB

Nemendur Fjölbrautarskólans í Breiðholti mótmæltu því í gær að skólastjóri FB hafi bannað þeim að halda árshátíð sína á Hótel Selfossi eins og hefur verið gert seinustu ár.

Lífið
Fréttamynd

Baulan búin: Kristín Hrönn og Svava María sigurvegarar kvöldsins

Hin margfræga söngvakeppni Skólafélags Menntaskólans við Sund, Baulan, var haldin hátíðleg föstudaginn 29. janúar. Skipuð var sjö manna nefnd í haust, Mjaltakonur, og sáu þær um skipulagningu á atburðinum. Í byrjun virtust fáir ætla að taka þátt en þegar á hólminn var komið komust færri að en vildu.

Lífið
Fréttamynd

Hraðstefnumót í Verzló

Það verður seint sagt að busar Verzlunarskólans bindi bagga sína sömu hnútum og samferðamenn sínir, því nú á miðvikudaginn var stóð 3.bekkjaráð skólans fyrir svokölluðu "Speed Dating" kvöldi eða á vor ylhýra Hraðstefnumótakvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Tónsmíðakeppnin Demó yfirstaðin

Demó, tónsmíðakeppni okkar Verzlinga, var haldin með glæsibrag fimmtudaginn 21. janúar síðastliðinn. Í ár stigu tólf atriði á stokk og það heyrðist greinilega að mikið er af hæfileikaríkum lagasmiðum í Verzló. Það voru drengirnir í Molotov Cocktail Party sem báru sigur úr býtum með lagið Sky High. Hljómsveitina skipa þeir Arnar Kári Axelsson, Sævar Már Óskarsson, Sindri Snær Harðarson og Dagur Sigurðsson.

Lífið
Fréttamynd

Guðbörg sigraði Söngkeppni Skólafélagsins 2010

Söngkeppni Menntaskólans í Reykjavík var haldin í gær á vegum Skólafélagsins í Loftkastalanum. Mikið var í keppnina lagt enda mikil skipulagsvinna sem liggur að baki svona keppni. Umsjón með keppninni höfðu fjórar stelpur í skemmtinefnd og stóðu þær sig með miklum sóma. Þær eru: Anna Jia, Helga Þórunn Óttarsdóttir, Steinunn Kristín Jóhannsdóttir og Telma Geirsdóttir.

Lífið
Fréttamynd

Jólatónleikar NFFG í Vídalínskirkju

Það hefur margsannað sig að til þess að komast í gegnum hinn erfiða próftíma, þarf að hafa eitthvað að hlakka til. Þannig telja t.d. busarnir niður í 12.desember, en þá kemur Stekkjastaur til byggða, fyrstu jólasveinanna.

Lífið
Fréttamynd

Annar þáttur Hnísunnar kominn út

Fullt var út úr dyrum þegar annar skólaþáttur NFS - Hnísan - var frumsýndur í fyrirlestrarsal Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Sýnt er frá ýmsum viðburðum í félagslífinu, ásamt skemmtiefni, en ekki mátti sýna hluta þáttarins sökum ritskoðunar.

Lífið
Fréttamynd

Verzló sigrar ME í Morfís

Verzlunarskóli Íslands tók á móti Menntaskólanum á Egilsstöðum Föstudaginn 20. nóvember í sextán liða úrslitum Morfís. Keppnin fór fram í Bláa sal Verzlunarskólans og var vel mætt frá báðum skólum, þó sérstaklega ME og ljóst er að áhuginn á Morfís fyrir austan er að aukast.

Lífið
Fréttamynd

Stelpukvöld NFS: Söfnuðu 60 þúsund krónum

Það var fjölmenni á Stelpukvöldi NFS síðastliðinn þriðjudag en hátt í 120 stelpur í nemendafélaginu létu sjá sig. Kvöldið var til styrktar ungum dreng, Sigfinni Pálssyni, sem greindist með krabbamein árið 2007.

Lífið
Fréttamynd

Vælið haldið með prompi og prakt í Háskólabíói

Vælið, söngkeppni Verzlunarskóla Íslands var haldið með pompi og prakt föstudaginn 13. nóvember. Miðasala hófst strax á mánudeginum og seldist upp á miðvikudeginum. Færri komust því að en vildu og heppnaðist þetta kvöld frábærlega hjá skemmtinefnd nemendafélagsins sem stendur að atburðinum.

Lífið
Fréttamynd

Stærsta vika ársins hafin: Eplaballið á fimmtudaginn

Stærsta vika ársins í Kvennaskólanum, hin svokallaða Eplavika, hófst með pompi og prakt í gær. Dagskrá vikunnar er þétt skipuð, en meðal þess sem fyrir augu nemenda ber eru t.d. tónlistarmennirnir Ingó Veðurguð og félagarnir í Bróður Svartúlfs.

Lífið
Fréttamynd

Emilía Ýr sigurvegari knattspyrnumóts NFFG

Knattspyrnumót NFFG var haldið með miklu pompi og prakt föstudaginn 23.október. Alls voru átta lið skráð til leiks og verður ekki annað sagt en þau hafi verið æði misjöfn að styrkleika. Skipulag mótsins var til fyrirmyndar en stuðst var við hið víðfræga „skipt í tvo riðla og efstu tvö liðin áfram í hvorum riðli“ fyrirkomulag.

Lífið
Fréttamynd

Dregið í fyrstu tvær umferðir MORFÍS

Í fyrradag, þriðjudaginn 20. október, fór fram dómaranámskeið stjórnar MORFÍS og tókst það með ágætum. Fyrir námskeiðið fór hinsvegar fram dráttur liða í fyrstu tvær umferðir keppninnar í ár. Skráð lið í ár eru 19 talsins og því keppa sex lið í 32 liða úrslitum, meðan þrettán keppnislið fara beint í 16 liða úrslit, þeirra á meðal þau fjögur lið sem komust í undanúrslit í fyrra.

Lífið
Fréttamynd

Enn bætist í hóp MORFÍS dómara á þriðjudag

Dómaranámskeið ræðukeppninnar MORFÍS fer fram á þriðjudaginn næstkomandi klukkan 18 í Rauða sal Verzlunarskólans. Námskeiðið er öllum opið, en að námskeiðinu loknu verður nemendum veitt dómararéttindi og þeir færðir inn á dómaralista MORFÍS. Það merkir að þeir séu hæfir til að dæma í ræðukeppninni.

Lífið
Fréttamynd

Gettu betur lið FS-inga skipað

Eftir langt og strangt ferli í að finna næsta Gettu betur-lið Fjölbrautaskóla Suðurnesja, hafa þjálfarar liðsins, Ari Guðjónsson og Davíð Örn Jónsson, komist að niðurstöðu.

Lífið
Fréttamynd

Morfís á bak við tjöldin: Afdrifaríkar breytingar á aðalfundi

Þriðjudaginn 29. September var aðalfundur Morfís haldinn í Verzlunarskóla Íslands. Fulltrúar aðildaskóla Morfís gerðu þar heiðarlega tilraun til að sætta deiluefni, ræða lagabreytingatillögur og kjósa í nýja stjórn Morfís. Má segja að eftir tveggja klukkustunda langan fund hafi þessum markmiðum verið náð í meginatriðum.

Lífið
Fréttamynd

MH tók fyrsta MH-Kvennó daginn

Menntaskólinn við Hamrahlíð bar sigurorð af Kvennaskólanum á fyrsta MH-Kvennó deginum í gærkvöldi. Keppnin hófst á Miklatúni um miðjan dag í gær og lauk með ræðukeppni í hátíðarsal MH.

Lífið
  • «
  • 1
  • 2