Milljarðalán til Magnúsar ekki afskrifuð Gunnar Örn Jónsson skrifar 18. ágúst 2009 12:37 Magnús Kristinsson. Mynd/GVA „Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja lánunum til grundvallar," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans. DV fullyrðir í dag að Magnús hafi samið við Skilanefnd Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans og félaga hans við bankann verði afskrifaður.Hver er Magnús Kristinsson Magnús Kristinsson er útgerðarmaður úr Eyjum. Hann á þrjá fjórðu í útgerðarfélaginu Bergi Hugin. Félagið ræður yfir hátt í tveimur prósentum af heildarkvótanum. En Magnús Kristinsson varð mjög umsvifamikill í góðærinu. Hann eignaðist stóra hluti í bönkum sem nú eru horfnir á braut. Toyota umboðið, Dominos Pizzur og fleira eru í hans eigu. Góðærisumsvif Magnúsar virðast hafa verið tekin að láni. Páll neitar afskriftum lána Páll Benediktsson vildi ekkert gefa upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða í tilfelli Magnúsar eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum sé háttað. „Skilanefndin hefur og mun ekki taka neinar ákvarðanir um afskriftir skulda fyrr en gengið hefur verið að þeim veðum sem Skilanefndin á réttilega." En eru þau lán sem um ræðir með tryggum veðum? „Það var ég ekki að segja, það á eftir að koma í ljós en ég gef ekki upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum er háttað eða hversu mikið Skilanefndin fær fyrir veðin. Það á allt eftir að koma í ljós. Skilanefndin leggur mikla vinnu á sig til þess að ná eins miklum verðmætum út úr þeim eignum og kröfum sem Skilanefndin hefur til meðferðar. Ég get fullyrt það," segir Páll. Er Magnús í persónulegri ábyrgð fyrir þeim lánum sem hann fékk hjá Landsbankanum? „Hann er í persónulegri ábyrgð fyrir sumum lánum en ekki öðrum eins og gengur og gerist. Félög í hans eigu voru til að mynda sett sem veð fyrir ákveðnum lánum," segir Páll en hann vildi ekki tjá sig frekar um upphæðir þeirra lána sem um ræðir né hversu góð veðin væru fyrir lánunum. „Það er einfaldlega verið að vinna í þessum málum og verið að leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir, hvort sem það sé varðandi lán til Magnúsar eða annarra en ég fullyrði að engin lán hafa verið afskrifuð eða koma til með að vera afskrifuð fyrr en gengið hefur verið að veðum viðkomandi lántaka í hverju tilfelli fyrir sig," segir Páll að lokum. Tengdar fréttir Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
„Það er alveg af og frá að lán til Magnúsar Kristinssonar, útgerðarmanns í Vestmannaeyjum, hafi verið afskrifuð. Hvorki lán til hans né nokkurra félaga á hans vegum hafa verið afskrifuð. Við munum fyrst ganga að öllum þeim veðum sem liggja lánunum til grundvallar," segir Páll Benediktsson, upplýsingafulltrúi Skilanefndar Landsbankans. DV fullyrðir í dag að Magnús hafi samið við Skilanefnd Landsbankans um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans og félaga hans við bankann verði afskrifaður.Hver er Magnús Kristinsson Magnús Kristinsson er útgerðarmaður úr Eyjum. Hann á þrjá fjórðu í útgerðarfélaginu Bergi Hugin. Félagið ræður yfir hátt í tveimur prósentum af heildarkvótanum. En Magnús Kristinsson varð mjög umsvifamikill í góðærinu. Hann eignaðist stóra hluti í bönkum sem nú eru horfnir á braut. Toyota umboðið, Dominos Pizzur og fleira eru í hans eigu. Góðærisumsvif Magnúsar virðast hafa verið tekin að láni. Páll neitar afskriftum lána Páll Benediktsson vildi ekkert gefa upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða í tilfelli Magnúsar eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum sé háttað. „Skilanefndin hefur og mun ekki taka neinar ákvarðanir um afskriftir skulda fyrr en gengið hefur verið að þeim veðum sem Skilanefndin á réttilega." En eru þau lán sem um ræðir með tryggum veðum? „Það var ég ekki að segja, það á eftir að koma í ljós en ég gef ekki upp um hversu háar fjárhæðir er að ræða eða hvernig þau veð sem liggja að baki lánunum er háttað eða hversu mikið Skilanefndin fær fyrir veðin. Það á allt eftir að koma í ljós. Skilanefndin leggur mikla vinnu á sig til þess að ná eins miklum verðmætum út úr þeim eignum og kröfum sem Skilanefndin hefur til meðferðar. Ég get fullyrt það," segir Páll. Er Magnús í persónulegri ábyrgð fyrir þeim lánum sem hann fékk hjá Landsbankanum? „Hann er í persónulegri ábyrgð fyrir sumum lánum en ekki öðrum eins og gengur og gerist. Félög í hans eigu voru til að mynda sett sem veð fyrir ákveðnum lánum," segir Páll en hann vildi ekki tjá sig frekar um upphæðir þeirra lána sem um ræðir né hversu góð veðin væru fyrir lánunum. „Það er einfaldlega verið að vinna í þessum málum og verið að leysa þau vandamál sem við stöndum frammi fyrir, hvort sem það sé varðandi lán til Magnúsar eða annarra en ég fullyrði að engin lán hafa verið afskrifuð eða koma til með að vera afskrifuð fyrr en gengið hefur verið að veðum viðkomandi lántaka í hverju tilfelli fyrir sig," segir Páll að lokum.
Tengdar fréttir Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24 Mest lesið Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fullyrt að Magnús Kristinsson fái tugmilljarða skuld afskrifaða Magnús Kristinssson, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum, hefur samið við Landsbankann um að stór hluti 50 milljarða króna skuldar hans við bankann verði afskrifaður. 18. ágúst 2009 10:24