Fimmtán milljarða afskrift vegna Kaupþingsforstjóra 26. febrúar 2009 21:35 Kaupþing gæti þurft að afskrifa tæpa 15 milljarða vegna hlutabréfakaupa Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans, og Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra. Sigurður tók sjálfur ákvörðun um að aflétta persónulegri ábyrgð sinni á láninu. Starfsmenn gamla Kaupþings fengu um 50 milljarða króna að láni hjá bankanum til þess að kaupa í honum hlutabréf. Flestir gerðu kaupin í sínu eigin nafni en þó eru nokkur dæmi um að starfsmenn hafi stofnað einkahlutafélag í kringum kaupin. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, stofnaði félag í sínu nafni og fékk lán til hlutabréfakaupanna í bankanum. Lánið hljóðaði upp á tæpan 3 og hálfan milljarð og er kúlulán, með eina greiðslu árið 2011. Frá því að lánið var tekið hefur krónan veikst gríðarlega hefur upphæð lánsins því rúmlega tvöfaldast. Það stendur í rúmum 7 milljörðum í dag. Miðað við tilkynningar um hlutafjárkaup Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarfomanns Kaupþings, má draga þá ályktun að skuldastaða Sigurðar sé svipuð og Hreiðars. Sigurður keypti hlutabréfin í sínu nafni og ætti því að bera persónulega ábyrgð á láninu. Hann ákvað hinsvegar ásamt stjórn gamla Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á lánum til hlutabréfakaupa í bankanum. Hann ber því enga persónulega ábyrgð á lántöku sinni. Þegar bankanum var skipt í gamla og nýja Kaupþing fluttust þessar kröfur yfir í nýja bankann. Strangt til tekið er ekki búið að afskrifa þessi lán en Deloitte vinnur nú að endurverðmati á þeim. Gamli bankinn mun þá bera kostnaðinn af niðurfærslunni og eru það því erlendir kröfuhafar sem blæða fyrir hlutabréfakaup fyrrum forsvarsmanna bankans, í þessu tilviki tæpa 15 milljarða. Til að setja þá tölu í samhengi þá er fyrirhugaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu 2,6 milljarðar, sem er innan við 20% af afskrift vegna hlutabréfakaupa þeirra félaga. Ekki náðist í Hreiðar Má og Sigurð í dag. Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Kaupþing gæti þurft að afskrifa tæpa 15 milljarða vegna hlutabréfakaupa Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarformanns bankans, og Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra. Sigurður tók sjálfur ákvörðun um að aflétta persónulegri ábyrgð sinni á láninu. Starfsmenn gamla Kaupþings fengu um 50 milljarða króna að láni hjá bankanum til þess að kaupa í honum hlutabréf. Flestir gerðu kaupin í sínu eigin nafni en þó eru nokkur dæmi um að starfsmenn hafi stofnað einkahlutafélag í kringum kaupin. Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, stofnaði félag í sínu nafni og fékk lán til hlutabréfakaupanna í bankanum. Lánið hljóðaði upp á tæpan 3 og hálfan milljarð og er kúlulán, með eina greiðslu árið 2011. Frá því að lánið var tekið hefur krónan veikst gríðarlega hefur upphæð lánsins því rúmlega tvöfaldast. Það stendur í rúmum 7 milljörðum í dag. Miðað við tilkynningar um hlutafjárkaup Sigurðar Einarssonar, fyrrverandi stjórnarfomanns Kaupþings, má draga þá ályktun að skuldastaða Sigurðar sé svipuð og Hreiðars. Sigurður keypti hlutabréfin í sínu nafni og ætti því að bera persónulega ábyrgð á láninu. Hann ákvað hinsvegar ásamt stjórn gamla Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir starfsmanna á lánum til hlutabréfakaupa í bankanum. Hann ber því enga persónulega ábyrgð á lántöku sinni. Þegar bankanum var skipt í gamla og nýja Kaupþing fluttust þessar kröfur yfir í nýja bankann. Strangt til tekið er ekki búið að afskrifa þessi lán en Deloitte vinnur nú að endurverðmati á þeim. Gamli bankinn mun þá bera kostnaðinn af niðurfærslunni og eru það því erlendir kröfuhafar sem blæða fyrir hlutabréfakaup fyrrum forsvarsmanna bankans, í þessu tilviki tæpa 15 milljarða. Til að setja þá tölu í samhengi þá er fyrirhugaður niðurskurður í heilbrigðiskerfinu 2,6 milljarðar, sem er innan við 20% af afskrift vegna hlutabréfakaupa þeirra félaga. Ekki náðist í Hreiðar Má og Sigurð í dag.
Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira