Viðskipti innlent

Enginn kostnaður hjá Byr vegna viðbótarlífeyris

Byr mun ekki innheimta kostnað vegna fyrirframgreiðslu á viðbótarlífeyrissparnaði, en heimilt er að taka allt að 1% þóknun af útgreiddri upphæð fyrir kostnaði.

Sem kunnugt er samþykkti Alþingi nýverið lög sem heimila tímabundna úttekt á séreignarsparnaði til sjóðfélaga yngri en 60 ára. Heimildin tók gildi 1. mars sl. og lýkur 1. október á næsta ári og á eingöngu við um viðbótarlífeyrissparnað.

Þá verður öllum launþegum heimilt að leggja allt að 6% af launum sínum í viðbótarlífeyrissparnað, á tímabilinu 1. mars 2009 til 1. október 2010 og draga frá skattskyldum tekjum í stað 4% áður, óháð því hvort þeir sækja um fyrirframgreiðslu eða ekki.

Í tilkynningu frá Byr segir að fyrirframgreiðslur Lífsvals á viðbótarlífeyrissparnaði verða með eftirtöldum hætti:

Byr tekur við umsóknum frá og með 20. mars en stefnt er að því að fyrsta útborgun verði 20. apríl nk.

Heimilt er að greiða út allt að 1.000.000 kr. á 9 mánuðum eða 111.111 kr. á mánuði. Greiddur er tekjuskattur af fjárhæðinni og nemur mánaðarleg útborgun 69.777 kr. eftir skatt.

Sjóðsfélagar geta valið lægri fjárhæð sem dreifist hlutfallslega á færri mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×