Red Bull stefnir á sigur 2009 9. febrúar 2009 10:25 Mark Webber og Sebastian Vettel svipta hulunni af nýja Red Bull bílnum. mynd: getty images Red Bull liðið frumsýndi nýtt ökutæki á Jerz brautinni á Spáni í morgun. Mark Webber og Sebastian Vettel sviptu hulunni af nýja ökutækinu sem nefnist RB5. Bíllinn er með Renault vél og KERS kerfið sem öll lið nota til að auka afl í tilteknum fjölda hringja. Vettel er nýr ökumaður liðsins, en hann ók með Torro Rosso og í fyrra og vann sinn fyrsta sigur í Formúu 1 á Monza brautinni. Við hlið hans er reynsluboltinn Webber, sem hefur náð sér að mestu af fótbroti. Hann lenti í óhappi í þríþrautarkeppni í fyrra þegar bíll ók á hann á reiðhjóli. Red Bull stefnir á sinn fyrsta sigur í Formúlu 1, en þó telur Adrian Newey hönnuður nýja bílsins að færri lið en áður muni vinna Formúlu 1 mót. Christian Horner framkvæmdarstjóri liðsins er honum ekki sammála og telur að leikar verði jafnari en í fyrra. Fimm lið og sjö ökumenn unnu einstök mót í fyrra. "Við höfum aukið stöðugleikann innan liðsins með nýju skipulagi sem ætti að koma okkur til góða. Formúlan er nú ekin og rekin samkvæmt nýjum reglum og ég tel að leikar verði jafnari en nokkru sinni fyrr",, sagði Horner. Sjá nánar um Red Bull bílinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Red Bull liðið frumsýndi nýtt ökutæki á Jerz brautinni á Spáni í morgun. Mark Webber og Sebastian Vettel sviptu hulunni af nýja ökutækinu sem nefnist RB5. Bíllinn er með Renault vél og KERS kerfið sem öll lið nota til að auka afl í tilteknum fjölda hringja. Vettel er nýr ökumaður liðsins, en hann ók með Torro Rosso og í fyrra og vann sinn fyrsta sigur í Formúu 1 á Monza brautinni. Við hlið hans er reynsluboltinn Webber, sem hefur náð sér að mestu af fótbroti. Hann lenti í óhappi í þríþrautarkeppni í fyrra þegar bíll ók á hann á reiðhjóli. Red Bull stefnir á sinn fyrsta sigur í Formúlu 1, en þó telur Adrian Newey hönnuður nýja bílsins að færri lið en áður muni vinna Formúlu 1 mót. Christian Horner framkvæmdarstjóri liðsins er honum ekki sammála og telur að leikar verði jafnari en í fyrra. Fimm lið og sjö ökumenn unnu einstök mót í fyrra. "Við höfum aukið stöðugleikann innan liðsins með nýju skipulagi sem ætti að koma okkur til góða. Formúlan er nú ekin og rekin samkvæmt nýjum reglum og ég tel að leikar verði jafnari en nokkru sinni fyrr",, sagði Horner. Sjá nánar um Red Bull bílinn
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira