Íslenski boltinn

Stelpurnar lentu aftur á móti Frökkum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Margrét Lára og félagar þurfa að spila eina ferðina enn gegn Frökkum.
Margrét Lára og félagar þurfa að spila eina ferðina enn gegn Frökkum. Mynd/Anton

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu þarf að spila enn og aftur gegn Frökkum í undankeppni HM 2011 en búið er að draga í riðla. Úrslitakeppnin sjálf fer fram í Þýskalandi.

Aðrar þjóðir í riðli Íslands eru Serbía, Norður-Írland, Króatía og Eistland. Sigurvegari riðilsins fer í umspil og sigurvegari umspilsins kemst síðan til Þýskalands.

Þetta er nokkuð flókið kerfi því tapliðin í umspilsleikjunum fara aftur í umspilsleiki og sigurvegari þess umspils fer svo í þriðju rimmuna við lið úr CONCACAF-riðlinum um sæti í úrslitakeppninni.

Leiðin til Þýskalands er því ekki beint greið.

Ísland var eins og fólk ætti að muna með Frökkum í riðli í undankeppni EM og eru einnig saman í riðli í úrslitakeppni EM sem fer fram í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×