Víkingasveit yfirbugaði Barðastrandarbyssumann 2002 Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar 25. júlí 2009 15:06 Sérsveit lögreglu var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Barðaströnd. Maðurinn sem sérsveit lögreglu yfirbugaði á Barðaströnd í morgun hefur áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra mála. Hann var yfirbugaður af Víkingasveit lögreglunnar í ágúst 2002 eftir þriggja klukkustunda umsátur fyrir utan heimili mannsins á Álftanesi. Lögreglu barst tilkynning um klukkan átta að morgni mánudagsins 5. ágúst 2002 um að dauðadrukkinn maður hefði hleypt af tveimur skotum í íbúðarhúsi á Álftanesi og ógnað fólki í húsinu. Fólkið var þó farið úr húsinu þegar sérsveitarmenn komu á vettvang. Áður hafði þrennt verið í húsinu utan byssumannsins, þar af tveir gestir. Í fyrstu var lokað fyrir alla umferð út á Álftanes en eftir að bættist í lið lögreglunnar var lokunin bundin við götur sem lágu að heimili mannsins. Maðurinn bjó um sig í húsinu og neitaði að gefa sig fram. Í fyrstu var talið að gestirnir tveir væru enn í húsinu hjá manninum. Lögregla hafði því allan varanná. Fljótlega var þó hægt að staðfesta að gestirnir væru farnir. Eftir að hafa verið í stöðugu símasambandi við byssumanninn í um þrjá klukkutíma án þess að hann gæfi sig fram lét víkingasveitin til skarar skríða. Meðlimir hennar fóru bakdyramegin inn í húsið og tóku manninn höndum. Hann var ekki með skotvopn í höndum og veitti enga mótspyrnu. Auk haglabyssunnar sem maðurinn handlék voru þrjú önnur skotvopn í húsinu en hann hafði leyfi fyrir öllum vopnunum. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn aldrei ákærður fyrir atvikið árið 2002 og fékk að halda byssuleyfinu þar sem síðar kom í ljós að engum skotum hafði verið hleypt af. Maðurinn lét svo aftur til skarar skríða í nótt en laust fyrir miðnætti barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um mann sem gekk berserksgang í sumarbústaðalandi á Barðaströnd. Kalla þurfti til sérsveit lögreglu en flogið var með hana vestur í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lögreglumenn frá Ísafirði og Patreksfirðu fóru einnig á staðinn. Vel gekk að tryggja ástand á vettvangi að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum og undir morgun tókst að yfirbuga manninn. Maðurinn, sem var ölvaður, er enn í haldi lögreglunnar á Patreksfirði en í dag fór rannsóknarlögreglumaður frá Ísafirði til Patreksfjarðar til að yfirheyra manninn. Lögreglan á Ísafirði gat ekki staðfest að maðurinn hefði skotið úr byssunni í nótt. Tengdar fréttir Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25. júlí 2009 09:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Sjá meira
Maðurinn sem sérsveit lögreglu yfirbugaði á Barðaströnd í morgun hefur áður komið við sögu lögreglu vegna svipaðra mála. Hann var yfirbugaður af Víkingasveit lögreglunnar í ágúst 2002 eftir þriggja klukkustunda umsátur fyrir utan heimili mannsins á Álftanesi. Lögreglu barst tilkynning um klukkan átta að morgni mánudagsins 5. ágúst 2002 um að dauðadrukkinn maður hefði hleypt af tveimur skotum í íbúðarhúsi á Álftanesi og ógnað fólki í húsinu. Fólkið var þó farið úr húsinu þegar sérsveitarmenn komu á vettvang. Áður hafði þrennt verið í húsinu utan byssumannsins, þar af tveir gestir. Í fyrstu var lokað fyrir alla umferð út á Álftanes en eftir að bættist í lið lögreglunnar var lokunin bundin við götur sem lágu að heimili mannsins. Maðurinn bjó um sig í húsinu og neitaði að gefa sig fram. Í fyrstu var talið að gestirnir tveir væru enn í húsinu hjá manninum. Lögregla hafði því allan varanná. Fljótlega var þó hægt að staðfesta að gestirnir væru farnir. Eftir að hafa verið í stöðugu símasambandi við byssumanninn í um þrjá klukkutíma án þess að hann gæfi sig fram lét víkingasveitin til skarar skríða. Meðlimir hennar fóru bakdyramegin inn í húsið og tóku manninn höndum. Hann var ekki með skotvopn í höndum og veitti enga mótspyrnu. Auk haglabyssunnar sem maðurinn handlék voru þrjú önnur skotvopn í húsinu en hann hafði leyfi fyrir öllum vopnunum. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn aldrei ákærður fyrir atvikið árið 2002 og fékk að halda byssuleyfinu þar sem síðar kom í ljós að engum skotum hafði verið hleypt af. Maðurinn lét svo aftur til skarar skríða í nótt en laust fyrir miðnætti barst lögreglunni á Vestfjörðum tilkynning um mann sem gekk berserksgang í sumarbústaðalandi á Barðaströnd. Kalla þurfti til sérsveit lögreglu en flogið var með hana vestur í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Lögreglumenn frá Ísafirði og Patreksfirðu fóru einnig á staðinn. Vel gekk að tryggja ástand á vettvangi að sögn lögreglunnar á Vestfjörðum og undir morgun tókst að yfirbuga manninn. Maðurinn, sem var ölvaður, er enn í haldi lögreglunnar á Patreksfirði en í dag fór rannsóknarlögreglumaður frá Ísafirði til Patreksfjarðar til að yfirheyra manninn. Lögreglan á Ísafirði gat ekki staðfest að maðurinn hefði skotið úr byssunni í nótt.
Tengdar fréttir Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25. júlí 2009 09:41 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Sjá meira
Byssumaður gekk berserksgang á Barðaströnd Lögreglunni á vestfjörðum barst tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. 25. júlí 2009 09:41