Svisslendingurinn Roger Federer þurfti að hafa fyrir sigri sínum gegn Spánverjanum Tommy Robredo í 16-manna úrslitum á opna bandaríksa meistaramótinu í tennis en leikurinn tók tæpa tvo klukkutíma og vann Federer 7-5, 6-2 og 6-2 í þrem settum.
Federer hittir fyrir kunnulegt andlit í átta-manna úrslitunum þar sem hann mætir Svíanum Robin Soderling en þeir tveir mættust einmitt í úrslitaleik opna franska meistaramótsins fyrr í sumar þar sem Federer hafði betur.
Federer er númer eitt á styrkleikalista tennisspilara og hefur unnið opna bandaríska meistaramótið fimm síðustu ár og stefnir því á sinn sjötta sigur í röð á þessu síðasta „grand slam" móti ársins.