Fótbolti

Verða Essien og Muntari reknir úr landsliði Gana?

Ómar Þorgeirsson skrifar
Michael Essien.
Michael Essien. Nordic photos/AFP

Þremeningarnir Michael Essien hjá Chelsea, Sulley Muntari hjá Inter og Asamoah Gyan hjá Rennes gætu lent í miklum vandræðum eftir að þeir misstu af vináttulandsleik Gana gegn Angóla án nokkurra skýringa.

Essien og Muntari sérstaklega eru algjörir lykilmenn hjá landsliði Gana sem er búið að vinna sér inn þátttökurétt á lokakeppni HM næsta sumar en ljóst er að knattspyrnusamband Gana verður að taka erfiða ákvörðun um hver refsing þeirra eigi að vera.

Fyrrum stjórnarformaður knattspyrnusambands Gana hefur kallað á að leikmennirnir verði umsvifalaust reknir úr landsliðinu.

„Enginn evrópskur leikmaður myndi haga sér með þessum hætti og ég er talsmaður þess að þeir verði reknir úr landsliði Gana. Þetta er lykilmenn en við eigum helling af yngri leikmönnum sem geta stigið upp og leyst þá af hólmi.

Svona lagað getur bara ekki viðgengist og ég er sannfærður um að þremeningarnir myndu ekki haga sér með þessum hætti hjá félagsliðum sínum. Þessi hegðun er algjört virðingarleysi við landslið Gana," lét Dr Nyaho Tamakloe hafa eftir sér í viðtali við Joy Sports.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×