Fótbolti

Ólæti fyrir leik Egypta og Alsírbúa - ráðist að rútu landsliðs Alsír

Ómar Þorgeirsson skrifar
Alsírbúar fengu ekki vingjarnlegar móttökur frá Egyptum í Kairó í dag.
Alsírbúar fengu ekki vingjarnlegar móttökur frá Egyptum í Kairó í dag. Nordic photos/AFP

Andrúmsloftið fyrir leikinn mikilvæga á milli Afríkuríkjanna Egyptalands og Alsír í c-riðli í undankeppni HM 2010 er á suðupunkti.

Samkvæmt fréttaveitunni RMC var ráðist á liðsrútu Alsírmanna í Kairó og í það minnsta þrír landsliðsmenn Alsír meiddust eftir að steinum var grýtt í þá.

Rafik Saifi fékk sár á hendi og Rafik Halliche og Khaled Lemmouchia fengu báðir gat á hausinn í árásinni og Mohammed Rouaroa, forseti knattspyrnusambands Alsír, er bálreiður yfir atvikinu og segir að leikurinn geti ekki farið fram við þessar aðstæður.

„Það er ekki hægt að láta fótboltaleik fara fram ef öryggisgæslan er ekki betri en raun ber vitni um," er haft eftir Rouaroa í samtali við Jazeera Sport.

Alsír er í toppsæti riðilsins með þriggja stiga forskot á Egyptaland og má við því að tapa leiknum, sem fram fer á alþjóðaleikvanginum í Kairó á laugardagskvöld, með einu marki.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×