Viðskipti erlent

Áformað að lækka stýrivexti í 1% í Noregi í vor

Bankastjórn seðlabanka Noregs, Norges Bank, kom öllum að óvörum í morgun með því að segja að bankinn áformaði að lækka stýrivexti niður í 1% í vor. Þetta kom fram í umræðum um þá ákvörðun bankans að lækka vextina niður í 2% í dag eða um hálft prósentustig.

Samhliða tilkynningunni um vaxtalækkunina í morgun var birt ný skýrsla þar sem segir að útlitið í efnahagsmálum landsins er dekkra en áður hefur verið talið. Nú er reiknað með að landsframleiðslan dragist saman um 1% í ár og að atvinnuleysi fari í 4,5%.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×