Lífið

Frostrósir velta tugum milljóna

Þakklátur fyrir viðtökurnarSamúel Kristjánsson er mjög ánægður með góðar viðtökur við tónleikum Frostrósanna.
fréttablaðið/vilhelm
Þakklátur fyrir viðtökurnarSamúel Kristjánsson er mjög ánægður með góðar viðtökur við tónleikum Frostrósanna. fréttablaðið/vilhelm

„Við erum bara í skýjunum,“ segir Samúel Kristjánsson, skipuleggjandi Frostrósa-tónleikanna. Aðeins klukkustund eftir að miðasala hófst í gærmorgun höfðu selst yfir tíu þúsund miðar á tónleika Frostrósanna um allt land. Þar af er uppselt á tvenna tónleika í Laugardalshöll og nánast uppselt á Akureyri, þar sem tæplega tvö þúsund sæti eru í boði. Í Laugardalshöll seldist upp í tæplega sex þúsund sæti.

„Þetta er miklu meira en við bjuggumst við og þess vegna erum við gjörsamlega óviðbúin því að bæta við fleiri tónleikum. Við ætlum að fara allan hringinn og sjá hvort það er gerlegt,“ segir Samúel. Meðal annars kemur til greina að halda þriðju tónleikana í Laugardalshöllinni 13. desember.

Miðað við viðtökurnar og væntanlega aukatónleika stefnir í að gestir Frostrósa í ár verði hátt í tuttugu þúsund talsins, sem er mun meira en síðustu ár þegar rúmlega tólf þúsund gestir mættu hvort árið. Miðað við selda miða er ljóst að veltan hleypur á tugum milljónum króna. Þrátt fyrir þessar háu fjárhæðir segir Samúel að lítið standi eftir þegar búið sé að borga öllum sem að tónleikunum koma. Nefnir hann sem dæmi söngvara og hljóðfæraleikara, auk greiðslu fyrir tækjabúnað og leigu á tónleikastöðum.

„Svo má benda á að síðustu ár höfum við stutt við bakið á alls konar góðgerðarmálum og látið gott af okkur leiða. Þegar vel gengur gerum við það enn betur.“- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.