Lífið

Gamlar landsliðskempur sýndu snilldartakta í ágóðaleik

Gamlar landsliðskempur í knattspyrnu sýndu snilldartakta í ágóðaleik sem haldin var í dag til styrktar Sigurði Hallvarðssyni, fyrrverandi leikmanni Þróttar, sem hefur farið í þrjá uppskurði vegna heilaæxlis.

Veikindin hafa gert það að verkum að Sigurður, eða Siggi Hallvarðs eins og hann er alltaf kallaður, hefur lítið getað sinnt vinnu að undaförnu. Félagar hans úr Þrótti efndu því til ágóðleiks og hóuðu saman mörgum af bestu og skemmtilegustu leikmönnum íslenskrar knattspyrnu í bland við gamla og góða Þróttara. Allur aðgangseyrir rann svo til Sigga.

Leikurinn var fínasta skemmtun. Gömlukallarnir sýndu snilldartilþrif, bæði og sókn og í vörn eins. Lið Þróttara skoraði fleiri mörk en gömlu kallarnir þóttu spila flottari bolta.

Halldór Gylfason og Gunnar Helgason, leikarar og landskunnir stuðningsmenn Þróttar, lýstu leiknum í beinni og ættu vel heima á Stöð 2 sport miðað við tilþrifin.

Siggi Hallvarðs fylgdist spenntur með. Hann var djúpt snortinn yfir því hversu margir komu á leikinn til að styrkja hann og fjölskylduna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.