Fótbolti

Xabi sá um Argentínu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Markaskorararnir Messi og Alonso eigast hér við í leiknum í kvöld.
Markaskorararnir Messi og Alonso eigast hér við í leiknum í kvöld.

Xabi Alonso, miðjumaður Real Madrid, sá til þess að Spánverjar fögnuðu í kvöld er þeir mættu Argentínumönnum í vináttulandsleik.

Alonso kom Spánverjum yfir á 16. mínútu en Lionel Messi jafnaði metin fyrir Argentínu með marki úr vítaspyrnu á 61. mínútu.

Spánverjar fengu svo vítaspyrnu fjórum mínútum fyrir leikslok og Alonso skoraði úr henni og tryggði Spánverjum um leið sigurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×