Titillinn góður í ferilskrána 6. nóvember 2009 03:00 Mikill heiður Sveinn Þorri Davíðsson var kosinn New Visual Artist ársins 2009 af tímaritinu Print Magazine. „Print Magazine sendi mér einfaldlega tölvupóst þar sem fram kom að ég hefði verið valinn í hundrað manna hóp sem var boðið að senda inn möppu, sem ég gerði auðvitað. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég annan póst þar sem mér var tilkynnt að ég væri einn af tuttugu hönnuðum sem fengju umfjöllun í blaðinu. Persónulega finnst mér þetta mikill heiður því margir efnilegir myndskreytarar, hönnuðir og ljósmyndarar hafa áður verið valdir sem New Visual Artist," segir grafíski hönnuðurinn Sveinn Þorri Davíðsson, sem var valinn New Visual Artist 2009 af tímaritinu Print. Hann er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur þann titil, en áður hafa Sigurður Eggertsson og Katrín Pétursdóttir fengið nafnbótina. Sveinn Þorri segir að titlinum hafi ekki fylgt nein verðlaun, aðeins umfjöllun. „Ég fékk engin verðlaun, bara grein um mig í blaðinu og opnu með verkunum mínum. Þetta er sennilega bara hlutur sem er gott að hafa á ferilskránni sinni." Sveinn Þorri er fæddur og uppalinn á Akureyri og eftir tvö ár á náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri ákvað hann að söðla um og hóf myndlistarnám. „Ég lærði myndlist í Verkmenntaskólanum á Akureyri í einhvern tíma. Eftir það fór ég suður og hóf nám við Listaháskólann og útskrifaðist þaðan í vor." Sveinn Þorri hefur verið búsettur í Berlín síðastliðna sex mánuði og kann að eigin sögn vel við sig í borginni. „Sigurður Eggertsson, gamall vinur minn frá Akureyri, bauð mér að koma og leigja með sér í Berlín þannig að mér þótti ákvörðunin um að flýja land ekki erfið. Ég byrjaði að vinna á auglýsingastofunni Plantage núna í október og líkar mjög vel. Planið er að koma sér fyrir hérna í Berlín og vera hér eitthvað áfram. Hér er fínt að vera," segir Sveinn Þorri að lokum.- sm Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
„Print Magazine sendi mér einfaldlega tölvupóst þar sem fram kom að ég hefði verið valinn í hundrað manna hóp sem var boðið að senda inn möppu, sem ég gerði auðvitað. Nokkrum mánuðum síðar fékk ég annan póst þar sem mér var tilkynnt að ég væri einn af tuttugu hönnuðum sem fengju umfjöllun í blaðinu. Persónulega finnst mér þetta mikill heiður því margir efnilegir myndskreytarar, hönnuðir og ljósmyndarar hafa áður verið valdir sem New Visual Artist," segir grafíski hönnuðurinn Sveinn Þorri Davíðsson, sem var valinn New Visual Artist 2009 af tímaritinu Print. Hann er þriðji Íslendingurinn sem hlýtur þann titil, en áður hafa Sigurður Eggertsson og Katrín Pétursdóttir fengið nafnbótina. Sveinn Þorri segir að titlinum hafi ekki fylgt nein verðlaun, aðeins umfjöllun. „Ég fékk engin verðlaun, bara grein um mig í blaðinu og opnu með verkunum mínum. Þetta er sennilega bara hlutur sem er gott að hafa á ferilskránni sinni." Sveinn Þorri er fæddur og uppalinn á Akureyri og eftir tvö ár á náttúrufræðibraut Menntaskólans á Akureyri ákvað hann að söðla um og hóf myndlistarnám. „Ég lærði myndlist í Verkmenntaskólanum á Akureyri í einhvern tíma. Eftir það fór ég suður og hóf nám við Listaháskólann og útskrifaðist þaðan í vor." Sveinn Þorri hefur verið búsettur í Berlín síðastliðna sex mánuði og kann að eigin sögn vel við sig í borginni. „Sigurður Eggertsson, gamall vinur minn frá Akureyri, bauð mér að koma og leigja með sér í Berlín þannig að mér þótti ákvörðunin um að flýja land ekki erfið. Ég byrjaði að vinna á auglýsingastofunni Plantage núna í október og líkar mjög vel. Planið er að koma sér fyrir hérna í Berlín og vera hér eitthvað áfram. Hér er fínt að vera," segir Sveinn Þorri að lokum.- sm
Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira