Lífið

Hefndarþorsti og körfuboltahetja

law abiding Citizen Clyde Shelton gerir allt sem hann getur til að hefna fyrir morðin á dóttur sinni og eiginkonu.
law abiding Citizen Clyde Shelton gerir allt sem hann getur til að hefna fyrir morðin á dóttur sinni og eiginkonu.

Spennumyndin Law Abiding Citizen og körfuboltamyndin More Than a Game verða frumsýndar á morgun.

Töffararnir Gerard Butler og Jamie Foxx fara með aðalhlutverkin í Law Abiding Citizen. Myndin fjallar um Clyde Shelton (Butler) sem verður fyrir hræðilegu áfalli þegar kona hans og dóttir eru myrtar á hrottafenginn hátt. Morðingjarnir eru ákærðir fyrir verknaðinn en sleppa við refsingu eftir að saksóknarinn Nick Rice (Foxx) semur við þá um lausn allra mála gegn því að veita honum upplýsingar um aðra glæpamenn.

Clyde leggst í mikið þunglyndi og í framhaldinu tekur við óslökkvandi hefndarþorsti. Ákveður hann að gera allt sem hann getur til að hefna fyrir bæði morðin og svik saksóknarans í sinn garð.

More Than a Game er heimildarmynd um upphafsár eins ástsælasta körfuboltamanns samtímans, LeBron James. Hann er yngsti einstaklingurinn til að prýða forsíðu Sports Illustrated og er af mörgum talinn arftaki sjálfs Michaels Jordan. Myndin segir frá uppvexti James í borginni Akron í Ohio og fjögurra félaga hans úr körfuboltaliði menntaskólans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.