deCODE hefur aftur fengið aðvörun frá Nasdaq kauphöllinni í New York vegna þess að verð á hlutum í félaginu hefur verið undir lögboðnu lágmarki undanfarna 30 daga. Samkvæmt reglum Nasdaq má verð á hlut í félögum sem skráð eru á þessum markaði ekki vera undir einum dollara.
Í tilkynningu um málið frá deCODE segir að félagið hafi 180 daga til að kippa þessu í liðinn eða fram til mars-mánaðar á næsta ári.
Fari svo að verð á hlutum í deCODE verði einn dollara eða meira í tíu daga í röð á fyrrgreindu tímabili fellur aðvörun Nasdag úr gildi.