Lífið

Stórstjarna bjargar aðdáanda úr lífsháska

Bjargaði aðdánda.
Bjargaði aðdánda.

Indverska leikkonan Freida Pinto, 25 ára, kom æstum aðdáanda til bjargar eftir að hann féll á götuna og bíll kom aðvífandi.

Freida var að versla með kærastanum, Dev Patel, 19 ára, en saman léku þau í kvikmyndinni Villtu vinna milljarð. Í kringum þau var æstur hópur aðdáenda sem reyndu að taka myndir af parinu. Mikið öngþveiti skapaðist í kringum þau en eins og vill verða þegar æstir aðdáendur og papparassar reyna að nálgast fræga og fallega fólkið.

Patel og Pinto umkringd æstum aðdáendum.

Ekki vildi betur til en að einn aðdáandinn, kona á svipuðum aldri og Freida, rakst utan í hana, missti jafnvægið og féll út á miðja umferðargötu. Bifreið kom aðvífandi og stefndi á aðdáandann óheppna.

Freida stökk þá til, reisti konuna við og aðstoðaði hana á gangstéttina.

Samkvæmt The Daily Mail var bæði aðdáandanum og Freidu dauðbrugðið en hvorugar slösuðust. Freida fullvissaði sig um að konan væri óhult og hélt svo áfram með Patel.

Freida leikur nú í nýjustu kvikmynd Woody Allen en á móti henni leikur Josh Brolin. Kvikmyndin er ekki kominn með titil en henni er beðið með eftirvæntingu af aðdáendum Freidu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.