Lífið

Söngvari Boyzone lést á Mallorca

Stephen Gately, einn af söngvurum  strákabandsins Boyzone, lést í gær.
Stephen Gately, einn af söngvurum strákabandsins Boyzone, lést í gær.
Stephen Gately, einn af söngvurum írska strákabandsins Boyzone, lést á Mallorca í gær. Hann var 33 ára. Dánarorsök eru ókunn en spænska lögreglan segir að andlátið virðist ekki tengjast saknæmu athæfi. Gately var staddur í fríi á eyjunni með unnusta sínum, Andy Cowles.

Boyzone naut mikilla vinsælda á síðasta áratug síðustu aldar. Bandið kom saman á nýjan leik fyrir tveimur árum. Félagar Gately eru á leið til Mallorca þar á meðal Ronan Keating sem kemur frá Bandaríkjunum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.