Samstarf foreldra og skóla skilar árangri Sjöfn Þórðardóttir skrifar 24. október 2009 06:00 Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. Við foreldrar megum ekki sofna á verðinum og mikilvægt er að foreldrar þekki þau einkenni sem koma fram hjá unglingum sem eru að byrja að neyta ólöglegra kannabisefna. Unga fólkið þarf á stuðningi okkar að halda svo það hefji ekki neysluna og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef börn eru að leiðast út í neyslu. Sérstaklega þarf að beina sjónum að 16 til 18 ára unglingum í framhaldsskólum. Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar hér á landi á líðan og högum ungmenna sýna fram á að eftirlit foreldra, stuðningur þeirra, magn tíma sem varið er með börnunum, tengsl foreldra við aðra foreldra og vini ungmennanna dragi úr líkum á vímuefnaneyslu og auki líkur á góðum námsárangri. Samstarf foreldra í framhaldsskólum hefur tekið á sig nýja mynd síðan ný menntastefna leit dagsins ljós og menntalög tóku gildi í júní 2008. Þar er gert ráð fyrir foreldraráðum í framhaldsskólum og þar starfa nú sérstakir forvarnarfulltrúar. Samstarfið þarf öðru fremur að einkennast af gagnkvæmri upplýsingamiðlun og er það því fagnaðarefni að foreldrar fái send vefrit eins og Verzlunarskólinn hefur gert undanfarið. Verzlunarskólinn sýnir með þeim hætti frumkvæði og leggur áherslu á gott upplýsingastreymi til foreldra og forráðamanna nemenda sinna. Slíkt framtak er til fyrirmyndar fyrir alla framhaldsskóla landsins. Það er einmitt á fyrstu árum í framhaldsskóla sem hætta er á að foreldrar gefi eftir eða missi tökin á börnum sínum, sérstaklega þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið á neysluvenjum 16 til 18 ára unglinga hvað varðar áfengisdrykkju og neyslu kannabisefna. Með virkri og markvissri þátttöku foreldra í framhaldsskólastarfinu felast sóknarfæri fyrir foreldra til að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum, þar á meðal forvarnarmálum. Hlutverk foreldraráða í framhaldsskólum er meðal annars að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann. Með samstarfinu er hægt að halda uppi öflugu og góðu forvarnarstarfi og hvetja foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi, leyfa ekki áfengi fyrir viðburði á vegum skólans í heimahúsi og í samkvæmum fyrir skólaböll, svo dæmi séu tekin. Æskan leggur grunninn að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Líkt og máltækið segir, lengi býr að fyrstu gerð. Ungt fólk er veikara fyrir neyslu vímuefna en fullorðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk hefur neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Við vitum að börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með öflugu foreldrasamstarfi, samstarfi við skólayfirvöld, nemendafélög, fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er hægt að sporna gegn vímuefnaneyslu ungmenna. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og með því að taka þátt þá verndum við það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar. Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. Við foreldrar megum ekki sofna á verðinum og mikilvægt er að foreldrar þekki þau einkenni sem koma fram hjá unglingum sem eru að byrja að neyta ólöglegra kannabisefna. Unga fólkið þarf á stuðningi okkar að halda svo það hefji ekki neysluna og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef börn eru að leiðast út í neyslu. Sérstaklega þarf að beina sjónum að 16 til 18 ára unglingum í framhaldsskólum. Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar hér á landi á líðan og högum ungmenna sýna fram á að eftirlit foreldra, stuðningur þeirra, magn tíma sem varið er með börnunum, tengsl foreldra við aðra foreldra og vini ungmennanna dragi úr líkum á vímuefnaneyslu og auki líkur á góðum námsárangri. Samstarf foreldra í framhaldsskólum hefur tekið á sig nýja mynd síðan ný menntastefna leit dagsins ljós og menntalög tóku gildi í júní 2008. Þar er gert ráð fyrir foreldraráðum í framhaldsskólum og þar starfa nú sérstakir forvarnarfulltrúar. Samstarfið þarf öðru fremur að einkennast af gagnkvæmri upplýsingamiðlun og er það því fagnaðarefni að foreldrar fái send vefrit eins og Verzlunarskólinn hefur gert undanfarið. Verzlunarskólinn sýnir með þeim hætti frumkvæði og leggur áherslu á gott upplýsingastreymi til foreldra og forráðamanna nemenda sinna. Slíkt framtak er til fyrirmyndar fyrir alla framhaldsskóla landsins. Það er einmitt á fyrstu árum í framhaldsskóla sem hætta er á að foreldrar gefi eftir eða missi tökin á börnum sínum, sérstaklega þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið á neysluvenjum 16 til 18 ára unglinga hvað varðar áfengisdrykkju og neyslu kannabisefna. Með virkri og markvissri þátttöku foreldra í framhaldsskólastarfinu felast sóknarfæri fyrir foreldra til að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum, þar á meðal forvarnarmálum. Hlutverk foreldraráða í framhaldsskólum er meðal annars að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann. Með samstarfinu er hægt að halda uppi öflugu og góðu forvarnarstarfi og hvetja foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi, leyfa ekki áfengi fyrir viðburði á vegum skólans í heimahúsi og í samkvæmum fyrir skólaböll, svo dæmi séu tekin. Æskan leggur grunninn að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Líkt og máltækið segir, lengi býr að fyrstu gerð. Ungt fólk er veikara fyrir neyslu vímuefna en fullorðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk hefur neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Við vitum að börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með öflugu foreldrasamstarfi, samstarfi við skólayfirvöld, nemendafélög, fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er hægt að sporna gegn vímuefnaneyslu ungmenna. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og með því að taka þátt þá verndum við það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar. Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun