Samstarf foreldra og skóla skilar árangri Sjöfn Þórðardóttir skrifar 24. október 2009 06:00 Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. Við foreldrar megum ekki sofna á verðinum og mikilvægt er að foreldrar þekki þau einkenni sem koma fram hjá unglingum sem eru að byrja að neyta ólöglegra kannabisefna. Unga fólkið þarf á stuðningi okkar að halda svo það hefji ekki neysluna og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef börn eru að leiðast út í neyslu. Sérstaklega þarf að beina sjónum að 16 til 18 ára unglingum í framhaldsskólum. Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar hér á landi á líðan og högum ungmenna sýna fram á að eftirlit foreldra, stuðningur þeirra, magn tíma sem varið er með börnunum, tengsl foreldra við aðra foreldra og vini ungmennanna dragi úr líkum á vímuefnaneyslu og auki líkur á góðum námsárangri. Samstarf foreldra í framhaldsskólum hefur tekið á sig nýja mynd síðan ný menntastefna leit dagsins ljós og menntalög tóku gildi í júní 2008. Þar er gert ráð fyrir foreldraráðum í framhaldsskólum og þar starfa nú sérstakir forvarnarfulltrúar. Samstarfið þarf öðru fremur að einkennast af gagnkvæmri upplýsingamiðlun og er það því fagnaðarefni að foreldrar fái send vefrit eins og Verzlunarskólinn hefur gert undanfarið. Verzlunarskólinn sýnir með þeim hætti frumkvæði og leggur áherslu á gott upplýsingastreymi til foreldra og forráðamanna nemenda sinna. Slíkt framtak er til fyrirmyndar fyrir alla framhaldsskóla landsins. Það er einmitt á fyrstu árum í framhaldsskóla sem hætta er á að foreldrar gefi eftir eða missi tökin á börnum sínum, sérstaklega þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið á neysluvenjum 16 til 18 ára unglinga hvað varðar áfengisdrykkju og neyslu kannabisefna. Með virkri og markvissri þátttöku foreldra í framhaldsskólastarfinu felast sóknarfæri fyrir foreldra til að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum, þar á meðal forvarnarmálum. Hlutverk foreldraráða í framhaldsskólum er meðal annars að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann. Með samstarfinu er hægt að halda uppi öflugu og góðu forvarnarstarfi og hvetja foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi, leyfa ekki áfengi fyrir viðburði á vegum skólans í heimahúsi og í samkvæmum fyrir skólaböll, svo dæmi séu tekin. Æskan leggur grunninn að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Líkt og máltækið segir, lengi býr að fyrstu gerð. Ungt fólk er veikara fyrir neyslu vímuefna en fullorðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk hefur neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Við vitum að börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með öflugu foreldrasamstarfi, samstarfi við skólayfirvöld, nemendafélög, fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er hægt að sporna gegn vímuefnaneyslu ungmenna. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og með því að taka þátt þá verndum við það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar. Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Halldór 01.03.2025 Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Leiðréttingar á staðhæfingum um mjólkurmarkaðinn og tollflokkun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar Skoðun Traustur vinur getur gert voðaverk! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hrós getur skipt sköpum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð í umhverfismálum Edda Sif Pind Aradóttir,Sævar Freyr Þráinsson skrifar Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind, uppfinningar og einkaleyfi Einar Karl Friðriksson skrifar Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar Skoðun Við lifum í skjóli hvers annars Dagný Hængsdóttir Köhler skrifar Skoðun Halldór 01.03.2025 skrifar Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Sjá meira
Vika 43 – vímuvarnarvikan beinir nú sjónum að kannabisneyslu. Foreldrar fá þau skilaboð frá sérfræðingum í vímuvörnum að hægt sé að tala um kannabis sem vímuefni unga fólksins og mikilvægt sé að leggjast í forvarnir til að bjarga komandi kynslóðum. Við foreldrar megum ekki sofna á verðinum og mikilvægt er að foreldrar þekki þau einkenni sem koma fram hjá unglingum sem eru að byrja að neyta ólöglegra kannabisefna. Unga fólkið þarf á stuðningi okkar að halda svo það hefji ekki neysluna og mikilvægt er að grípa fljótt inn í ef börn eru að leiðast út í neyslu. Sérstaklega þarf að beina sjónum að 16 til 18 ára unglingum í framhaldsskólum. Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar hér á landi á líðan og högum ungmenna sýna fram á að eftirlit foreldra, stuðningur þeirra, magn tíma sem varið er með börnunum, tengsl foreldra við aðra foreldra og vini ungmennanna dragi úr líkum á vímuefnaneyslu og auki líkur á góðum námsárangri. Samstarf foreldra í framhaldsskólum hefur tekið á sig nýja mynd síðan ný menntastefna leit dagsins ljós og menntalög tóku gildi í júní 2008. Þar er gert ráð fyrir foreldraráðum í framhaldsskólum og þar starfa nú sérstakir forvarnarfulltrúar. Samstarfið þarf öðru fremur að einkennast af gagnkvæmri upplýsingamiðlun og er það því fagnaðarefni að foreldrar fái send vefrit eins og Verzlunarskólinn hefur gert undanfarið. Verzlunarskólinn sýnir með þeim hætti frumkvæði og leggur áherslu á gott upplýsingastreymi til foreldra og forráðamanna nemenda sinna. Slíkt framtak er til fyrirmyndar fyrir alla framhaldsskóla landsins. Það er einmitt á fyrstu árum í framhaldsskóla sem hætta er á að foreldrar gefi eftir eða missi tökin á börnum sínum, sérstaklega þegar horft er til niðurstaðna kannana sem gerðar hafa verið á neysluvenjum 16 til 18 ára unglinga hvað varðar áfengisdrykkju og neyslu kannabisefna. Með virkri og markvissri þátttöku foreldra í framhaldsskólastarfinu felast sóknarfæri fyrir foreldra til að hafa áhrif á almenna stefnumótun í skólamálum, þar á meðal forvarnarmálum. Hlutverk foreldraráða í framhaldsskólum er meðal annars að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda í samstarfi við skólann. Með samstarfinu er hægt að halda uppi öflugu og góðu forvarnarstarfi og hvetja foreldra til að sýna samstöðu og halda ekki eftirlitslaus samkvæmi, leyfa ekki áfengi fyrir viðburði á vegum skólans í heimahúsi og í samkvæmum fyrir skólaböll, svo dæmi séu tekin. Æskan leggur grunninn að framtíð hvers einstaklings. Þá mótast mikilvægar forsendur lífssýnar, þroska og heilbrigði síðar á ævinni. Líkt og máltækið segir, lengi býr að fyrstu gerð. Ungt fólk er veikara fyrir neyslu vímuefna en fullorðnir og rannsóknir sýna að því seinna sem ungt fólk hefur neyslu áfengis og tóbaks því minni líkur eru á að það leiðist út í neyslu vímuefna, hætti í skóla eða lendi í öðrum erfiðleikum. Við vitum að börn og ungmenni eru berskjölduð fyrir áróðri um neyslu áfengis og annarra vímuefna. Með öflugu foreldrasamstarfi, samstarfi við skólayfirvöld, nemendafélög, fræðslu, upplýsingastarfi og hvatningu til heilbrigðra lífshátta er hægt að sporna gegn vímuefnaneyslu ungmenna. Foreldrar eru auðlind í skólastarfi og með því að taka þátt þá verndum við það dýrmætasta sem við eigum, börnin okkar. Höfundur er formaður Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra.
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir skrifar
Skoðun Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Þrautreynd baráttukona fyrir auknum fjárveitingum til Háskóla Íslands Ragný Þóra Guðjohnsen skrifar
Skoðun Fyrirmynd í kennslu og fræðastarfi – af hverju við styðjum Silju Báru Valgerður Björk Pálsdóttir,Guðbjörg Ríkey Thoroddsen Hauksdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Háhyrningadans - hörmungar í Loro Parque Valgerður Árnadóttir,Rósa Líf Darradóttir,Aldís Amah Hamilton,Ragnheiður Gröndal,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir Skoðun
Leiðrétting vegna rangfærslna framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda Elín Margrét Stefánsdóttir Skoðun