Keppinautar Brawn vilja stela kostandanum 28. maí 2009 08:59 Það er ekki aðeins barist á brautinni eða vegna reglubreytinga, heldur eru keppnislið að berjast um bitann hvað varðar auglýsendur. Mynd: AFP Nick Fry, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins orðaði heldur klaufalega hvernig lið sitt sparar fé í rekstri liiðsins sem stóð höllum fæti og munaði minnstu að það færi á uppboð fyrir tímabilið. Brawn er með augýsingasamning við Virgin flugfélag Richards Branson og til greina kemur að Branson verði aðal styrktaraðili liðsins, enda hefur Brawn unnið fimm af fyrstu sex mótum ársins. Á meðan hefur stórliðum Ferrari, McLaren, Renault og BMW ekkert gengið. Brawn hefur tryggt sér rekstrarfé út árið og Fry segir að liðið leiti enn styrktaraðila. En trúlega hefur það ekki fallið í sérlega góðan jarðveg að hann segist nota Easy Jet til flugferða með allt keppnisliðið, en Virgin er merkt á keppnisbílnum. "Þegar fjárráð eru takmörkuð, þá er það eina rétta að nota Easy Jet og við Ross notum það flugfélag til að spara. Í staðinn getum við nota peninga til að þróa bílinn áfram á árinu", sagði Fry. Hann er í miðjum samningaviðræðum við Branson um aukna kostun, en í Mónakó voru önnur keppnislið að sverma fyrir Branson. "Við erum enn að reyna tryggja okkur rekstrargrundvöll til framtíðar og vegna velgengni okkar þurfum við ekki að taka fyrsta tilboði sem berst vegna auglýsingasamninga. Við þurfum að semja til 3-5 ára og erum m.a. í viðræðum við Branson og reyndar fleiri. Trúlega er hann að ræða við önnur lið og það er bara eðlilegt í stöðunni"; sagði Fry aðspurður um fréttir þess efnis að önnur lið væru að sækja í Branson. Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Nick Fry, framkvæmdarstjóri Brawn liðsins orðaði heldur klaufalega hvernig lið sitt sparar fé í rekstri liiðsins sem stóð höllum fæti og munaði minnstu að það færi á uppboð fyrir tímabilið. Brawn er með augýsingasamning við Virgin flugfélag Richards Branson og til greina kemur að Branson verði aðal styrktaraðili liðsins, enda hefur Brawn unnið fimm af fyrstu sex mótum ársins. Á meðan hefur stórliðum Ferrari, McLaren, Renault og BMW ekkert gengið. Brawn hefur tryggt sér rekstrarfé út árið og Fry segir að liðið leiti enn styrktaraðila. En trúlega hefur það ekki fallið í sérlega góðan jarðveg að hann segist nota Easy Jet til flugferða með allt keppnisliðið, en Virgin er merkt á keppnisbílnum. "Þegar fjárráð eru takmörkuð, þá er það eina rétta að nota Easy Jet og við Ross notum það flugfélag til að spara. Í staðinn getum við nota peninga til að þróa bílinn áfram á árinu", sagði Fry. Hann er í miðjum samningaviðræðum við Branson um aukna kostun, en í Mónakó voru önnur keppnislið að sverma fyrir Branson. "Við erum enn að reyna tryggja okkur rekstrargrundvöll til framtíðar og vegna velgengni okkar þurfum við ekki að taka fyrsta tilboði sem berst vegna auglýsingasamninga. Við þurfum að semja til 3-5 ára og erum m.a. í viðræðum við Branson og reyndar fleiri. Trúlega er hann að ræða við önnur lið og það er bara eðlilegt í stöðunni"; sagði Fry aðspurður um fréttir þess efnis að önnur lið væru að sækja í Branson.
Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira